Tvær athyglisverðar bækur um "Rússland Pútíns."

Tvær athyglisverðar bækur hafa verið seldar hér á landi um Rússlands Pútíns, og er önnur þeirra alíslensk. 

Bókin Rússland Pútíns eftir Önnu Politskovskaja var svo sannarlega atyglisverð lesning þegar hún kom út. 

Hún lýsti einhverju stórfelldasta ráni í veraldarsögunni í gegnum einhverja djúpstæðustu og umfangsmestu spillingu sem sagan kann frá að greina. 

Rússneska máltækið "þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp" lýsir því vel, hvernig dulin og gerspukkt valdaöfl í kommúníska þjóðfélagskerfinu fóru hamförum við að sölsa undir sig stærstu stofanir og fyrirtæki Rússa og virtust engin takmörk fyrir því hvað aðferðumm var beitt. 

Engir kimar rússnesks samfélags sluppu við þessa herför glæpamanna, sem kallaðir voru oligarkar og létu sig ekki muna um að ná undir sig dómskerfinu með því að beita undirferli, svikum, hótunum, kúgun og mannsmorðum.  

Hið síðastnefnda bitnaði ekki síst á blaðamönnum í tuga- eða jafnvel hundraða tali, þeirra á meðal að sjálfsögðu Önnu Politkovskaju, sem var skotin af leyniskyttum. 

Ráðin til að ryðja þessu fólki úr vegi voru fjölbreytt en áttu það sameiginlegt að morðingjarnir komust undan og hafa ekki fundist. 

Fjölbreytnin hefur fælingarmátt, andófsfólki fallast hendur við að reyna að forðast illmenni sem búa yfir svona mörgum árásarleiðum. 

Bókin "Sagan sem varð að segja" er íslensk, rituð af Þorfinni Ómarssyni og byggir á frásögn Ingimars Ingimarssonar, sem var í hópi fjárfesta, sem reyndu fyrir sér í Rússlandi með því að freista gæfunnar. 

Hún lýsir vel bolabrögðum og hvers kyns glæpsamlegu athæfi, sem beitt var almennt í þessum tryllta dansi í frumskógi rússneskra efnahagsmála og fjármálafyrirtæki eystra. 

Eftir lestur þessarar merkilegu bókar situr eftir skýr mynd: Frumskógur er rétt orð yfir umhverfið þar sem kenningin "survival og the fittest", "sá hæfasti kemst lífs af", ræður ríkjum. 

Ingimar játar að hafa neyðst til að spila eftir harðsvíruðum leikreglum ormagryfju fjármálalífsins, þar sem sá, sem er óvsvífnastur, harðsvíraðastur, iðnastur og óvandaðastur að meðölum, vinnur. 

Hann lýsir því að hafa beðið ósigur vegna þess að hann var ekki nógu iðinn við spillingarkolann, álpaðist til að skreppa snöggt til Íslands á meðan keppinautar hans brugguðu honum launráð í Rússlandi og nýttu sér fjarveru hans til hins ítrasta.

Eftir lestur þessara tveggja bóka og stutta ferð til Rússlands í febrúar 2006 kemur manni fátt á óvart hvað varðar Pútín Rússlands. 

Nú áðan heyrði ég Íslending mæra Moskvu, Rússland og hin flottu íþróttamannvirki þar. 

Tvær ferðir mínar til Rússlands, til Murmansk 1978 og til Demyansk 2006 staðfesta það að að vísu, að á yfirborðinu er lítill skortur á Pótemkimtjöldum í þessu landi, og Rússar eru merkileg og virðingarverð þjóð sem átti mestan þátt í því að unnin var bugur á mestu villimennsku síðari alda í formi nasisma Hitlers. 

En Moskva er ekki það sama og Rússland. Í þessu víðlenda ríki hefur ævinlega, bæði í kommúnisku og kapítalísku hagkerfi, ríkt hrikaleg spilling og misskipting auðs og valda, sem er böl landsmanna og kostaði milljónir lífið á síðustu öld.  


mbl.is Rússar njósnuðu um Skripal í 5 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Undarlegt hve saga Ingimars hvarf í umræðunni á sínum tíma. Hvað olli, er umhugsunarefni. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.4.2018 kl. 22:28

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Bók Peters Normann Wage: Russland er sitt eget sted kom út i Noregi árið 2012, 620 síður. Ein af fjölmörgum ágætum norskum bókum um Rússland, stjórnarár Pútíns og rússneska menningu. Norðmenn eru varkárir þegar Stóri Björninn er nefndur, enda mikill nálægð við risans í austri. Lesa margar nýjar bækur um Rússland á hverju ári. Hér er eins og að sala á afurðum til Rússlands skipti höfuðmáli þegar menn viðra viðhorfin til þessa stóra einræðisríkis.

Tvær bækur úr ríki Pútíns er talsvert framtak og góð viðleitni til að kynna á íslensku hvað er að gerast í Rússlandi. Netið hefur dregið úr bókaútgáfu og sjónvarpsmyndir í íslenska sjónvarpinu eru vart trúverðugar af ýmsum ástæðum.

Fyrir nokkrum dögum talaði ég við Austur-Evrópumenn sem höfðu farið oft og vítt um Rússland. Þeir sögðu að almenningur í borgum hefði það þokkalegt og væri ánægt með stjórns Pútíns. Á landsbyggðinni, í hinni dreifðu byggð væri talsverð fátækt. Kemur heim og saman við margar skoðanir á blogginu.

Wage segir að réttur borgara hafi aldrei verið hátt skráður. Almenningur gerir ekki háar kröfur um borgarleg réttindi og vill komast í gegnum lífið án átaka. Tilraunir Jeltsin til að koma á meiru lýðræði mistókust og menn sitja uppi með Pútín. Krútsjef afhenti Úkraínu Krím árið 1954 og rúmum 5 áratugum síðar náði rússneski björninn að hremma skagann aftur til sín. Margir á Íslandi trúa því að við getum haldið uppi hlutleysisstefnu gagnvart Rússlandi. Verið einskonar friðsæl "fanganýlenda"  eins og St. Helena fyrir rússneska andófs og byltingamenn? Lofsöngur nú gæti breyst eftir nokkrar reynslusögur fótboltakappa í sumar. Upp úr mun standa gestrisni og alþýðumenning. 

Sigurður Antonsson, 13.4.2018 kl. 22:38

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek undir með þér Sigurður. Aldrei kynnst öðru en ánægjulegum samskiptum við rússa og á þar í landi góða vini. Hvers nafn leiðtoga þeirra er á ekki að skipta  neinu máli. Rússlandi verður ekki stjórnað með samfylkingarbleyðuhætti meðalmennskunnar og aumingjahætti. Þetta skilja vesturlönd ekki. Rússar hafa þurft að berjast fyrir tilveru sinni og munu gera áfram. Rússnesk stjórnvöld eru ekki fullkomin, frekar en önnur álíka á vesturlöndum. Rússum líkar sterkir leiðtogar. Vladimír Pútín er það talinn af samlöndum sínum. Sterkur leiðtogi, þó deila megi um margt í hans ranni, eftir því hver flytur fréttirnar. Hann er ekki forseti Rússlnds, fyrir ekki neitt!

 Rússnesk alþýða er í engu frábrugðin alþýðu annara landa. Vill lifa í sátt og samlyndi og án átaka. Átaka sem þessi þjóð hefur svo sannarlega fengið smjörþefinn af gegnum tíðina. Átaka sem enginn vesturlandabúi getur gert sér í hugarlund hvað kostaði í mannlegri niðurlægingu og ofbeldi gegn borgurunum. Það er létt verk og dusilmannalegt að skauta framhjá sögu Rússlands. Þjóðin sem býr þarna núna hefur engu gleymt en reynir eins og hún getur að koma í veg fyrir frekari hamfarir utanfrá eða óáreiðanlegar "fréttir" af voðaverkum leiðtoga þeirra.

 Skil ekki aðför "vestur"landa að rússum þessi dægrin. Meira að segja ómerkilegum benzínsölutitti frá Sauðárkróki tekst að skaða samskiptin við þessa einhverja mestu vinaþjóð sem við höfum átt gegnum tíðina á fullveldisárum okkar og valda óbætanlegum skaða í samskiptum þjóðanna með hálfvitahætti sínum.

 Vissulega er margur þverbitinn brostinn í innviðum Rússlands og sagan svört. Ef menn ætla sér hinavegar að gera lítið úr Rússlandi, ættu þeir hinir sömu að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um, áður en til skarar skal látið skríða.

 Ef ræða þarf spillingu, þarf ekki að fara til Rússlands. Hér heima finnst sami skítur, ef vel er að gáð og öllum steinum um velt. Það er bara svo óþægilegt að ræða það, hér í fámenninu.

 Áfram Ísland, á HM! 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.4.2018 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband