22.4.2018 | 19:32
Athyglisverð ræða Sigmundar Davíðs á marga lund.
Sú var tíð að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt stefnuræðu forsætisráðherra þegar Alþingi tók til starfa. Í dag hélt hann heilmikla stefnuræðu á Landsfundi Miðflokksins sem var mjög með svipað yfirbragð og hinna fyrri á árum áður.
Margt athyglisvert kom fram í ræðunni, svo sem það, sem hefur komið fram að undanförnu varðandi það, að talsvert vanti á að búið sé að fullreyna hvaða árangri endurheimt votlendis skilar, en að betur liggi fyrir árangur af landgræðslu og skógrækt.
Þegar Sigmundur Davíð talar um nýjar aðferðir og nýjar nálganir, eru það vísu orð að sönnnu, en á móti kemur ýmislegt sem hann og flokkur hans berjast fyrir, svo sem að stefna af alefli að því að verða olíuframleiðsluþjóð og að vera enn á sama stóriðju- og virkjanaæðis stiginu og endranær.
Og þótt áhersla á umhverfisvænan íslenskan sé góðra gjalda verð, er íslenskum búsmala enn beitt á allt of marga afrétti sem eru ekki beitarhæfir, enda stingur í augu að á meðan Fiskistofa hefur haft úrræði til þess að beita sér gegn rányrkju og brotum á fiskveiðilöggjöf, getur Landgræðsla Íslands ekki beitt neinum sambærilegum úrræðum.
Í málefnum Landsspítalans er staða Miðflokksins sterk að mínu áliti, - mig grunar að menn muni eiga eftir að sjá það þótt síðar verði, að rétt hefði verið að nota reynslu Norðmanna af tveimur spítölum, þeim nýja í Osló, hinum besta í Evrópu á sínum tíma, og hins vegar bútasaums-spítalanum í Þrándheimi, "víti til varnaðar" eins og hann var nefndur í mín eyru þegar ég kynntist þessum spítölum báðum 2005.
Kynnti nýja aðferð í stjórnmálunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar, ég veit að Sigmundur Davíð hefur aðrar skoðanir á loftslagsbreytingunum en margir þeirra sem hafa af þeim miklar áhyggjur. Ég tek hinsvegegar eftir því að þú skrifar í töluvert vanti uppá að fullreynt sé að endurheimt votlendis skili árangri. Ég þykist vita hvaðan þú hefur þessar upplýsingar en þetta er ekki rétt. IPCC (Vísindaráð sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum) viðurkennir aðferðina og hún er notuð víða í heiminum og m.a. í okkar nágrannalöndum með góðum árangri. Skotar t.d. eru að fjarlægja fullvaxta skóga sem hafa verið ræktaðir í framræstu votlendi til að stöðva losunina. Þetta er í raun einfalt dæmi. Í mýrum er vatn og því ekkert súrefni og því er nær engin rotnun. Því safnast þar upp í gegnum ár hundruðin eða þúsundin þykk lög af órotnuðum jarvegi. Þegar framræst er fer vatnið úr jarðveginum og súrefni kemst að. Þá hefst rotnun og losun á CO2 úr þessu mikla magni sem er að meðaltali 20 tonn af CO2 á ári per hektara. Þá er búið að draga frá metangaslosunina uppá 3 tonn á ári. Hægt er að stöðva þessa miklu losun á CO2 með því að koma vatninu aftur á mýrina. Þetta er hægt að hlusta á í stuttu viðtali við okkar færsta sérfræðing í Votlendi dr. Hlyn Óskarsson við Landbúnaðarháskólann.https://vimeo.com/205673509
Eyþór Eðvarðsson (IP-tala skráð) 23.4.2018 kl. 19:02
no 1. að ekkert loft sé í vatnsmýrum sé ég nu ekki, þær eru jafn misjafnar og þær eru margar. yfirleit safnast upp jarðvegur þanig endar þær sem mómýrar. ransóknir frekar takmarkaðar á þessari aðferð ef ég mann rétt í neðrihluta suðurlands og einhverstaðar á vesturlandi
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.4.2018 kl. 05:03
Það þarf ekki að deila um loftið í vatninu. Ástæðan fyrir því að við erum að finna líkamsleifar yfir þúsund ára gamalla líka er einmitt sú að þar er nær engin rotnun. Það er vissulega breytileiki milli svæða en örveirurnar hegði eins hvar sem þær eru og gróðurinn sem hefur rotnað síðustu þúsundir ára er sá sami hvar sem er á landinu. Jarðvegur er mismunandi sendinn osfrv. en það breytir ekki myndinni.
Það væri gott að gera fleiri rannsóknir en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á Íslandi sýna nákvæmlega sömu niðurstöðu og á öðrum stöðum í heiminum. Hvergi í heiminum fer fram um efasemdir um gagnsemi endurheimtar votlendis eins og á Íslandi. Eitthvað annað liggur þar að baki en vísindi og vilji til að ná árangri í loftslagsmálum. Vísindalega er þetta ekki flókið að rannsaka því þetta eru lofttegundir sem koma úr jarðveginum.
Það eitt að IPCC viðurkenni endurheimt votlendis ætti að vera nóg um vísindalega grunn aðferðarinnar. Hér er slóð á viðtal við okkar færasta votlendissérfræðing dr. Hlyn Óskarsson við Landbúnaðarháskólann https://www.youtube.com/watch?v=Pt9c7R5NnIw&t=6s
Eythor Edvardsson (IP-tala skráð) 24.4.2018 kl. 08:22
no.3. það er nú nokkuð annað ef þú ert að skrifa um líkin í Danmörku var það við sérstakar aðstæður. sem kemur mýrum ekkert sérstaklega við þar er að seigja leirjarðvegur í mýrinni. ef ég man rétt. mýri og mýri er ekki það sama. ef farið á nokkra fyrirlestra um þessa lausn lítið talað þar um erlendar rannsóknir. kemst ekki inn í þessa slóð en kannast við frúna. ágætis fræðingur. en ég bý á mýrarjörð svo ég veit hvernig mýrin hegðar sér.það er flókið að meta mýri fer eftir jarðveigi hvernig lossun fer fram
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.4.2018 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.