Sótt að stolti Vestmannaeyinga og Hornfirðinga.

Sú var tíð að ef einhver hefði spáð því, sem gerst hefur varðandi lundann og humarinn hér við land, hefði hann verið talinn eitthvað bilaður. 

"Þar sem lundinn er ljúfastur fugla..." söng Ási í Bæ og ef maður kom í heimsókn austur á Hornafjörð var hægt að ganga að því vísu að snæða humar sem hátíðarmat. 

Þegar norsk-íslenski síldarstofninn hrundi eftir 1965 sögðu menn við mig á Raufarhöfn: "Síldin lagðist frá." 

Það var óhugsandi að hún hefði verið drepin. 

"Lengi tekur sjórinn við" sögðu menn og óraði ekki fyrir því þeirri ógn sem nær takmarkalaus notkun plasts veldur. 

Þótt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi upplýst á landsfundi Miðflokksins að tvö stórfljót flytji 90 prósent af öllu því plasti, sem fer í sjóinn í heiminum, segir plastruslið á fjörum landsins og plastagnirnar, sem þegar eru komnar í umhverfið hjá okkur sögu, sem við getum ekki afgreitt með setningunni "svo skal böl bæta að benda á annað verra."  


mbl.is Veiðibann í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hér í Vestmannaeyjum hefur lundinn ekki verið veiddur í þó nokkuð mörg ár Ómar minn. Veiðibann og menn hlýða því.

Ragna Birgisdóttir, 23.4.2018 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband