26.4.2018 | 01:50
Gamla lausungin gengur ekki lengur.
Vaxandi umferð á göngu- og hjólastígum kallar á það að skerpa á reglum um hjólreiðar.
En einnig þurfum við, hjólreiðafólk, og raunar allir í umferðinni að kynna sér þær breytingar og þau nýmæli, sem koma fram.
Sem dæmi má nefna að margir vita ekki að nú er leyfilegt að fara á reiðhjóli eftir gangbraut sem liggur yfir akbraut, án þess að hjólreiðamaðurinn þurfi að fara af baki og leiða hjólið.
Hann má hins vegar ekki fara á fullri 20 til 25 km/klst ferð, heldur að vera niður við gönguhraða.
Mikið skortir upp á að hjólreiðafólk noti bjöllurnar til þess að láta vita af sér.
Það er eins og að einhver feimni ríki við þetta eða að þeim, sem hikar við að hringja bjöllunni þyki bjölluhringing beri vott um frekju þess sem hringir.
Bjölluhringingar og það að líta vel í baksýnisspegil eru nauðsynleg atriði í því að koma í veg fyrir óþarfa árekstra.
Það er mjög óþægilegt að allt í einu þjóti fram úr gangandi eða hjólandi manni hjólreiðamaður á miklum hraða, sem hefur komið svo hratt aðvífandi, að það kemur öðrum í opna skjöldu.
Nýtt sektarákvæði fyrir hjólreiðafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loksins komu þessa reglur !
Nú þarf hjólreiðafólk að kynna sér þær !
Og fara eftir.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.4.2018 kl. 18:14
Það er alveg sjálfsagt mál að setja skýrar reglur um notkuj reiðhjóla en þær verða þá að taka tillit til sérstöðu hjóreiðamanna og vera með undantekningar þar sem þörf er á. Það er alveg sjálfsagt að hjólreiðamenn virði umferðaljós em það getur verið erfitt þegar um er að ræða umferðaljós sem ekki "virða" hjólreiðamenn. Um allt land er mikill fjöldi umferðstýrðra umferðaljósa það er umferðaljós þar sem alltaf logar grænt ljós á aðra götuna en þegar ökutæki kemur að þeirri götu af hliðargötunni þá er skynjari sem sér það og kallar fram grænt ljós á þá hliðartögu svo viðkomand ökutæki geti farið yfir gatnamótin eða beygt inn á hina götuna. Gallinn er hins vegar sá að þessir skynjarar skynja ekki reiðhjól og því kallar búnaðrinn ekki fram grænt ljós á þá götu sem hjólreiðamaðirinn er að koma frá. Hjólreiðamaðurinn hefur þá tvo kosti. Anna hvort að virða ekki umferðaljósin eða bíða þangað til bíll kemur að ljósunum og kallar fram grænt ljós. Sú bið gæti hins vegar orðið nokkuð löng utan annatíma svo ekki sé talað um þegar umferð er í lágmarki. Þó samtök hjólreiðamanna hafi ítrekað bent á þetta vandamál tengt þessari reglu þá hefur ekki verið tekið tillit til þess og það er ávísun á vandræði og jafnvel sektir á heiðarlega og löghliðna hjólreiðamenn sem einfaldlega treysta sér ekki til að biða lengur eftir bíl til að kalla fram grænt ljós. Það er því bráðnauðsynlegt að finna einhverja lausn á þessu vandamáli og er ekki boðleg framkoma löggjafans að setja svona ákvæði inn í lögin án þess að komið sé með einhverja lausn á þessu vandamáli.
Sigurður M Grétarsson, 28.4.2018 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.