Snjallir bændur á knörrum frekar en víkingar á langskipum.

Mýtan um að íslenskir landnámsmenn hafi upp til hópa verið blóðþyrstir víkingar á langskipum, samanber ósk Egils Skallagrímssonar:  "..höggva mann og annan", fær skell í fornleifarannsóknum. 

Raunar segir Egill sjálfur um ósk sína í ljóðinu "Það mælti mín móðir...", að hún hafi falist í að "..stýra dýrum knerri." 

Athyglisvert sjónvarpsviðtal var á Hringbraut við Árna Björnsson þjóðháttafræðing þar sem hann rökstuddi mjög vel og skemmtilega þá skoðun sína að nær allir landnámsmenn hafi verið bændur en ekki víkingar og komið hingað á knörrum en ekki langskipum. 

Egill rauði hafi verið ágætt dæmi um landnámsmann á Grænlandi, sem bjó á smájörð á Íslandi og þótti þröngt um sig. 

Svipað gæti hafa átt við um langflesta þá, sem komu hingað frá Noregi, landþrengsli eða að sætta sig ekki við að borga Haraldri hárfagra skatt. 

Gott og upplýsandi viðtal við Völu Garðarsdóttur á mbl.is. 

Henni sést þó yfir eitt veigamikið atriði varðandi rýrnandi landgæði, en það var hrís- og skógarhöggið sem svipti jarðveginn bindingu svo að uppblástur náði sér á strik. 

Orðið holt þýðir skóglendi, samanber "oft er í holti heyrandi nær" og þýska orðið "holz", og holtin á öllu höfuðborgarsvæðinu segja sína sögu. 


mbl.is Blómlegt mannlíf við landnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gæti ekki verið meira samála frúnni þá er það bara spurníngin hvort það varsauðkindin eða bjórþyrstir víkingar sem ollu eiðíngu skóga nautgripir eru meiri skaðvaldar en sauðkindin. ef skoðaðir eru svæði sem halda t.d útlíð. þar sem er ágætis vöxtur og bláfell þar sem skálholt hafði skógarítak er sláandi munur á kjarri. síðan breitíngar á jöklum og eins sést það á mýrinni við tjörnina að þar hafa verið allnokkrar smiðjur sem þurfa trjávið í brennslu. er þeirrar skoðunar að virkjanir hafi verið mikil guðsgjöf íslensk birkis  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.4.2018 kl. 11:39

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Meira ruglið alltaf en var ekki glóbal kúlling á þessum tíma eða skipti það engu var ekki talað um fella vetur hagleysi ofl.

Valdimar Samúelsson, 26.4.2018 kl. 14:54

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Að Íslendingar hafi verið "bændur" og ekki Víkingar, er ég alveg sammála ... en að um hafi verið að ræða "landþrengsl".

Örn Einar Hansen, 26.4.2018 kl. 16:03

4 identicon

Svo náttúrulega blasir við að landið hafi að hálfu og líklega að mun meira en hálfu verið numið frá Bretlandseyjum en ekki Noregi.

Af hverju eiga annars gríðarmörg orð í landbúnaði sér samsvörun við orð sem notuð eru á austurströnd Englands en tiltölulega fá við orð sem notuð eru í norðurlandamálum?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2018 kl. 16:47

5 identicon

Þarna gleymist reyndar þriðji þátturinn sem er verslun, landnámsmenn hafa án efa verið blanda bænda, verslunarmanna og blóðþyrstra víkinga.

Að ætla að afneita víkinaþættinum er jafn vitlaust og að ofmeta hann.

Augljóst er af annálum og heimildum að víkingar reyndu að nema lönd og tókst það í t.d. Frakklandi og Bresku eyjunum.

Þar fór sverðið á undan plóginum.

https://skemman.is/bitstream/1946/28833/1/Lars%20Benthien%20-%20The%20Development%20of%20Merchant%20Identity%20in%20Viking-Age%20and%20Medieval%20Scandinavia.pdf

bjarnigb (IP-tala skráð) 26.4.2018 kl. 17:52

6 identicon

Þorsteinn Styrmir: Nefndu svosem tíu af þessum orðum sem eru landbúnaðartengd við Bretland en ekki Norðurlöndin. Ef þú vildir vera svo vænn. Þetta fór nefnilega alveg framhjá mér í mínu málfræði- og sagnfræðinámi.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.4.2018 kl. 22:13

7 identicon

Víkingar voru ekki endilega blóðþyrstir, einungis gráðugir. En oft þurfti að drepa fólk til að ná í ránsfeng. Þeir stunduðu ekki verslun því þeir höfðu ekkert að selja. Það gerðu hinsvegar kaupmenn, en þeirra er minna getið í annálum af því þeir frömdu engin hryðjuverk. Víkingar settust einkum þar að sem þeim hafði tekist að brjóta undir sig auðug héröð. Til Íslands komu aðeins örfáir og helst einhverjir sem höfðu gefist upp á víkingu. 

Árni Björnsson (IP-tala skráð) 26.4.2018 kl. 22:16

8 identicon

Lamb, hrútur, ær og gemlingur svo einhver séu nefnd. Get grafið fleiri upp með fyrirhöfn. Á næstu árum er von á bók um gríðarleg tengsl íslensku við m.a. gelísku og suðureyjamál en rannsóknarvinna er væntanlega í fullum gangi ennþá.

Svo er annað sem bendir sterklega til að menning á Íslandi hafi í veigamiklu atriði verið gerólík "venjulegri" víkingamenningu á norðurlöndum því hér skrifuðu menn bækur í gríð og erg á meðan ekki var skrifaður stafkrókur á norðurlöndum. Og bendir það til keltneskra tengsla okkar sem ná svo lengra aftur aftur til Galla og Gota.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2018 kl. 22:47

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Osló stendur í botni stórrar víkur. Strandlengja víkurinnar nær frá Kristjansand í Noregi og niður til Gautaborgar í Svíþjóð. Strandlengjan er þúsundir km ef allt er talið og í henni eru mörg hundruð eða þúsund eyjar sem voru í byggð um landnám íslands. Flestir landnámsmenn sem getið er komu af þessum slóðum.

Víkingur er maður sem kemur frá stað sem kallaður var Vík. Landnámsmenn voru því sannanlega flestir Víkingar.

Ræningjar og morðingjar sem herjuðu á meira og minna alla sem bjuggu við sjó á þessum tímum komu líka flestir frá þessari sömu Vík. Fólk óttaðist því Víkinga á svipaðan hátt og sumir óttast Múslíma í dag því þeir eru líklegri en aðrir til að fremja hryðjuverk sem komast í fréttir, þó flestir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, alveg eins og flestir Víkingar voru ekki ræningjar og morðingjar.  

Guðmundur Jónsson, 27.4.2018 kl. 09:20

10 identicon

Já, Þorsteinn. Nú vill að vísu svo til að skv. Ásgeiri Blöndal eru þessi orð sem þú til nefnir komin úr germönsku og eiga sér samsvaranir í fornum málýskum á Norðurlöndum. Og lamb; hvað er aftur lamb á dönsku? Eða norsku?

Þú fyrirgefur vonandi en ég gef ekki mikið fyrir þessa kenningu.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.4.2018 kl. 09:56

11 identicon

Það er löngu úrelt skýring að víkingar séu kenndir við Víkina austast í Noregi. Elsta bókfest dæmi um orðið 'vík' er í engisaxneskum annál frá því um 800. Það virðist merkja vik í strönd þar sem unnt var að lenda og róa til fiskjar. Fiskimenn höfðust þar við í verbúðum án bústofns. Þegar ógæftir voru virðast sumir í víkinni hafa neyðst til að stela sér mat í nágrenni. Af því spratt merkingin ræningi fyrir víking líkt og þorpari af þorp og á ensku villain af village. Landnámsmenn Íslands komu flestir frá Vestur-Noregi en ekki Oslófirði, þeir sem ekki komu frá Bretlandseyjum.

Árni Björnsson

Árni Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2018 kl. 11:37

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Árni. Þetta breytir samt ekki því að kenningin um að allir Víkingar séu morðingjar sé af rasískum uppruna. Sem er það sem ég var að reyna að koma að.

  Víkingur er maður sem kemur frá stað sem kallaður var Vík. Landnámsmenn voru því sannanlega flestir Víkingar. Ræningjar og morðingjar sem herjuðu á meira og minna alla sem bjuggu við sjó á þessum tímum komu líka flestir frá einhveri Vík.

  Fólk óttaðist því Víkinga á svipaðan hátt og sumir óttast Múslíma í dag því þeir eru líklegri en aðrir til að fremja hryðjuverk sem komast í fréttir, þó flestir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, alveg eins og flestir Víkingar voru ekki ræningjar og morðingjar. 

Guðmundur Jónsson, 27.4.2018 kl. 12:28

13 identicon

Guðmundur Jónsson. Orðið víkingur merkir blátt áfram ræningi, morðingi, vígamaður, illmenni frá elstu ritheimildum um 1200 fram yfir miðja 19. öld. Orðið víkingsvetur merkir líka grimmdarvetur. Það er ekki fyrr en seint á 19. öld sem dugnaðarmenn sjást kallaðir víkingar. Það er fyrir áhrif frá Bretum sem voru að leggja undir sig nýlendur og fóru að hampa víkingum sem landkönnuðum og hetjum.

Árni Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2018 kl. 13:17

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Orðið víkingur merkir blátt áfram ræningi, morðingi, vígamaður, illmenni"

Varstu ekki að enda við að halda"

Hvað um þetta þá ?

"í engisaxneskum annál frá því um 800. Það virðist merkja vik í strönd þar sem unnt var að lenda og róa til fiskjar. Fiskimenn höfðust þar við í verbúðum án bústofns. Þegar ógæftir voru virðast sumir í víkinni hafa neyðst til að stela sér mat í nágrenni."

Guðmundur Jónsson, 27.4.2018 kl. 13:46

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Varstu ekki að enda við að halda öðru fram.    ("öðru fram" vantaði þarna aftaná)

Guðmundur Jónsson, 27.4.2018 kl. 15:21

16 identicon

Elsta bókfesta dæmi um orðið er í fornenskum annál frá 8. öld, skrifað 'vicing' og merkir ránsmann. Það er tilgáta að frummerkingin sé maður sem býr eða heldur til í einhverri vík, en um þá merkingu hefur ekki enn fundist skrifleg heimild.

Árni

Árni Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2018 kl. 15:44

17 Smámynd: Már Elíson

Ég sé ekki betur á þessum fróðleik um nafngift víkinga vorra, að óttast beri nú til dags Vikingasveit lögreglunnar. Það hljóta að fara ómenni hin mestu, með fullt leyfi til að skjóta, berja og höggva mann og annan. - Eða hvað ?

Már Elíson, 27.4.2018 kl. 20:26

18 identicon

Már Elíson. Orð breyta oft um merkingu í tímans  rás. Út af fyrir sig er ekkert á móti því að kalla dugnaðarmenn nútímans víkinga ef mönnum sýnist svo. Víkingar á 8.-11. öld voru hinsvegar ræningjar en engar göfugar hetjur.

Árni Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2018 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband