Mesta morðatíðni vesturlanda orðin að fyrirmynd?

Í Bandaríkjunum er tíðni morða miðað við fólksfjölda sú mesta á Vesturlöndum. Einkum eru byssumorð þar tíð og byssueignin sömuleiðis. 

Forsetinn þar er hins vegar í bandalagi við byssueigendur, byssuframleiðendur og byssuseljendur í að tala fyrir enn aukinni byssuegin, en byssutrúarmenn styrkja hann á móti með stórfelldum framlögum í kosningasjóð, sem eru ótakmörkuð með öllu. 

Sú réttlæting að Bandaríkjamenn séu landnemaþjóð (frontier-) stenst ekki þegar litið er á tíðnina í Kanada og Ástralíu sem er miklu minni. 

Það er grátbroslegt þegar forystumaður Bandaríkjamanna kastar úr sínu risastóra glerhúsi steinum á Frakka og Breta og telur eina ráðið fyrir þá til að minnka morðatíðni í þeim löndum að taka sér Bandaríkjamenn til fyrirmyndar! 

Hvað næst? Að taka sér það til fyrirmyndar að Bandaríkin skera sig út hvað varðar fjölda fangelsaðs fólks?  


mbl.is „Fáránlegt“ að líta á byssur sem lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband