17.5.2018 | 10:06
Betri staða fyrir Dag en við síðustu kosningar? Sósíalísk undiralda?
Samkvæmt skoðanakönnun Gallup myndi flokkafjöldinn í borginni gefa Samfó og Pírötum færi á að mynda einir meirihluta í borgarstjórn, sem er vænlegri staða fyrir Dag en var í síðustu kosningum. Þá þurfti hann tvo flokka með sér en þarf nú aðeins einn, þótt samanlagt meirihlutafylgi næðist hvorki með einum meðreiðarsveini né tveimur.
2014 greip hann til þess ráðs að kippa Pírötum með Bjartri framtíð og Vinstri grænum til að styrkja meirihlutann, en nú þarf hann aðeins Pírata og VG, og Viðreisn hefur misst þá oddaaðstöðu, sem hún hafði í síðustu skoðanakönnun.
Fylgistap VG og sérkennileg fylgisaukning Sósíalistaflokksins eru merki um undiröldu óánægju með verkalýðsforystuna og stjórnarforystu VG sem hefur birst í róttækum forystuskiptum í stærstu verkalýðsfélögunum að undanförnu.
Eyþór Arnalds hefur að vísu dregið fram þann veruleika, að of fáar íbúðir hafa verið byggðar, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða, en á móti kemur, að hann lofar lækkun skatta á sama tíma sem fara á í að efna fokdýr kosningaloforð.
Sjö flokkar næðu inn manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rangt hjá þér að halda því fram að hann ætli að framkvæma rándýr kosningaloforð með gjaldalækkun. Þess sér hvergi stað.
Hann ætlar að hagræða og afla tekna með lóðaframboði meðal annars, einnig frelsa oss frá illu og forða oss frá útgjöldum.
Aðeins sannfærður vinstri maður getur haft uppi svona málflutning eins og þú stundar. Vonandi sér fólk í gegnum þig.
Halldór Jónsson, 17.5.2018 kl. 11:43
"of fáar íbúðir hafa verið byggðar, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða" er þetta ekki það sem kjósendur ættu að hafa í huga?
Borgari (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 12:21
Sæll Ómar.
Ég spyr sjálfan mig að því hvort ekki sé um að ræða
hannaða atburðarás:
a) Skoðanakönnun
b) Allir skulu spila inná könnunina þessa síðustu daga fr. kosningar.
Og það besta við slíka hugsuðu uppsetningu er
að almennt sjá menn hannaða atburðarás ósennilega svo ekki sé meira sagt
og jafnvel sérlega ósmekklega niðustöðu gagnvart fyrirtæki A eða Z sem framkvæmdi könnunina og þeim frambjóðendum sem í oddastöðu kunna að vera samkvæmt könnun.
Þeir hinir sömu gera engar athugasemdir við óbeinar augýsingar
sem jafnt koma upp á Facebook, Twitter og öðrum netmiðlum
og vitanlega þess utan líka. Lífið er dásamlegt!
Kallar á Jambalaya í spilarann og þýðinguna: Lambalæri!!
Húsari. (IP-tala skráð) 17.5.2018 kl. 13:40
Þegar þú segir, Halldór, að aðeins sannfærður vinstri maður geti haft uppi svona málflutning eins og ég stundi, á það við það þegar ég segi, að "Eyþór Arnalds hafi dregið þann veruleika fram, að of fáar íbúðir hafi verið byggðar þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða" ?
Ómar Ragnarsson, 17.5.2018 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.