Lítt skiljanleg frétt.

Það er svosem ekkert aðalatriði héðan af hvort ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum á Grímsfjalli í gærkvöldi voru að ganga í "öfuga átt" eða ekki, en útskýringarnar í tengdri frétt eru óskiljanlegar. 

Betra er að vera með engar skýringar en rangar. 

Helst er að ráða af fréttinni að mennirnir hafi ætlað að ganga frá Skálafellsjökli vestur jökulinn en jafnframt sagt, að þeir hafi farið "þveröfuga" leið með því að ganga að Grímsfjalli og það sé óskiljanlegt. 

En Grímsfjall er einmitt í vestur frá Skálafellsjökli, en litlu má skakka, þegar komið er úr austri að fjallinu til að fara skástu leiðina upp eftir austurenda fjallsins. 

Ef það skakkar um aðeins nokkrar gráður geta menn lent aðeins of norðarlega utan í miklum bratta á norðausturhorni fjallsins. 


mbl.is Lentu í snjóflóði á Grímsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skildi þetta þannig að þeir hafi fyrst haldið að þeir hefðu fallið framm af fjallinu(vegna staðsetningar neyðarkalls) en svo ekki skilið hvernig vegna þess að þeir væru að fara í aðra átt en þá þar sem fólk gæti labbað framm af. 

Ég þekki þetta svæði 0% en þannig skildi ég merkinguna á bakvið "öfug átt" að hún væri samtengd við möguleikann að labba framm af.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 18.5.2018 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband