Hvað, ef 30 væru skotnir árlega hér á landi?

Samanburður milli Íslands og Bandaríkjamanna er afar einfaldur, því að Bandaríkjamenn hafa verið um þúsund sinnum fleiri en Íslendingar.  

Nú hefur talan að vísu lækkað aðeins í áttina að 900. 

Hlutfallslega samsvarar einn Íslendingur því rúmlega 900 Bandaríkjamönnum. 

Árlega eru 33 þúsund Bandaríkjamenn skotnir til bana.

Það eru tíu sinnum fleiri en drepnir voru í árásinni á Tvíburaturnana 2001.  

Í landinu eru um 300 milljón skotvopn hið minnsta, en það samsvarar því að á Íslandi væru 300 þúsund skotvopn. 

Og drápin með þessum vopnum samsvara því að 30 Íslendingar væru skotnir til bana árlega og mörg hundruð særðir. 

Ekki er hægt að kenna múslimum um þennan óheyrilega fjölda skotinna vestra. 

Heldur ekki "villdýrunum" sem forseti landsins líkir Mexíkóum við og heiðrar reglulega hin gríðarlegu öflugu samtök byssueigenda og byssuframleiðenda á stærstu samkomum þeirra með því að taka undir kröfuna um enn almennari og meiri byssueign. 

Meðal þeirra krafna er að efla sölu á svonefndum "hálfsjálvirku" skotvopnum, sem eru í raun hernaðartæki í ætt við vélbyssur, sem hægt er að drepa með tugi manna á örfáum mínútum. 

Í árás í Las Vegas skiptu slasaðir hundruðum í árás úr launsátri í hóteli. 

Eftir því sem morðunum fjölgar herða byssusalar og byssuframleiðendur áróður sinn, þrýsting og mútur á þingmenn, og sækja fast að vopna sem flesta með hinum stórvirku skotvopnum. 

Hér á Íslandi má sjá og heyra marga mæla skotvopnavæðingu bót og hæla Trump fyrir að berjast fyrir stóraukinni vopnavæðingu og hömluleysi á því sviði. 

Í fróðlegum sjónvarpsþætti í vikunni var varpað ljósi á það ástand, sem er víðast vestra, að hver sem er geti í raun náð sér í óskráða, skattfrjálsa og eftirlitslausa byssu á innan við tíu mínútum. 

"Qui bono?" sögðu Rómverjar, og "follow the money" segja Kanar sjálfir um það hvernig helst eigi að rekja orsakir ófremdarmála. 

Það blasir við vestra: "Vopnaframleiðendurnir græða æ meira og hagnast mest á því að framleiddar og seldar séu sem flest og mikilvirkust skotvopn. 


mbl.is Mannskæð skotárás á skóla í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ómar.

Samkvæmt bandarískum gögnum frá National Safety Council fyrir árið 2016, sem eru síðustu fáanlegar tölur, dóu 38.658 í Bandaríkjunum af völdum skotvopna. Þar af voru 22.938 sjálfsmorð. Dauðsföll vegna árása með skotvopnum voru 14.515 manns.

Inni í þessum tölum eru dauðsföll af völdum ólöglegra innflytjenda og ekki-ríkisborgara sem í heild standa fyrir 2.5 sinnum hærri glæpatíðni en Bandaríkjamenn, horft yfir línu allra glæpa. Sá hópur stendur til dæmis fyrir 40.2 prósentum af öllum mannránum í Bandaríkjunum sem koma fyrir dómara, og hann stendur fyrir 31,5 prósentum af öllum eiturlyfjaglæpum í landinu og 23 prósentum af peningaþvætti. En öllum tölum um ólöglega innflytjendur ber þó að taka með vissum fyrirvara því þær tölu eru of lágar, því stór hluti þeirra fer ekki fyrir dómara heldur eru þeir fluttir beint úr landi og sleppa þar með ódýrt miðað við bandaríska ríkisborgara.

Þú sérð á þessu hversu fjarstæðikennd færsla þín er. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2018 kl. 20:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fact check:

*Árlega eru 33 þúsund Bandaríkjamenn skotnir til bana.

Anno domini 2015 voru 15,696 morð framin í USA, með frjálsri aðferð.  Við getum ekki gert ráð fyrir að þeir hafi allir verið skotnir.  Svo þessi tala hjá þér er uppblásin. 

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_intentional_homicide_rate

*Og drápin með þessum vopnum samsvara því að 30 Íslendingar væru skotnir til bana árlega og mörg hundruð særðir. 

15, reyndar.  En hér ber líka að hafa í huga að lögreglan úti kálar á hverju ári meira en 1000 manns.  1 af hverjum 1, jafnvel meira.  Hér á landi bara einum enn sem komið er.  Og Kaninn hefur svertingjahverfi, en við ekki.  Og kaninn hefur allskyns sem við höfum ekki.

Heimild: http://www.killedbypolice.net/kbp2018

*Heldur ekki "villdýrunum" sem forseti landsins líkir Mexíkóum við

MS 13 representerar ekkert alla mexíkana, þá margir virðist halda það.

*Meðal þeirra krafna er að efla sölu á svonefndum "hálfsjálvirku" skotvopnum, sem eru í raun hernaðartæki í ætt við vélbyssur, sem hægt er að drepa með tugi manna á örfáum mínútum. 

Fjórhjóladrifin farartæki, GPS og hundakex eru líka hernaðarvarningur, án hvers mörghundruðþúsund manns hefðu lifað mörgum áratugum lengur.

Ef ég byggi í landi þar sem mætti búast við MS13, þá væri ég alveg til í að hafa í seilingarfjarlægð sjálfvirk vopn.  Við höfum ekki MS 13, eða ISIS, eða Che Guevara eða aðra slíka óværu.  En ef við hefðum hana, þá vildum við öll sjálfvirk vopn. 

*Eftir því sem morðunum fjölgar herða byssusalar og byssuframleiðendur áróður sinn, þrýsting og mútur á þingmenn, og sækja fast að vopna sem flesta með hinum stórvirku skotvopnum. 

Þeim fer reyndar fækkandi, ár frá ári.  En þú hefur ekki tekið eftir því.  En hey, þú hedlur í alvöru að það séu framin 30K morð í USA á hverju ári, svo það er nákvæmlega ekkert að marka þig.

*Hér á Íslandi má sjá og heyra marga mæla skotvopnavæðingu bót og hæla Trump fyrir að berjast fyrir stóraukinni vopnavæðingu og hömluleysi á því sviði. 

Það er gott að vita að það eru ekki allir hálfvitar.  Sko: jákvæðar og góðar fréttir í svartamyrkri lygaþvælunnar.  Heimur fer þá ekki versnandi eftir allt saman.

*Það blasir við vestra: "Vopnaframleiðendurnir græða æ meira og hagnast mest á því að framleiddar og seldar séu sem flest og mikilvirkust skotvopn. 

Vopnaframleiðendur græða mest á stórum vopnum.  Eldflaugum.  Fallbyssum.  Skriðdrekum. Þotum.  Vopn fyrir ríki, ekki einstaklinga.  Ríkjum má vera drullusama um einstaklinga, fuck þeir.  Rifflar eru bara fyrir smá-fyrirtæki.  Einstaklinga.  Sem er ekki sama um sjálfa sig.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.5.2018 kl. 21:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þið hrekið ekki þær tölur sem ég nefni, heldur reynið að koma því yfir á útlendinga og innflytjendur. 

Tölurnar um að drápin með skotvopnum í BNA samsvari 30 drápum á Íslandi stendur og einnig að í Bandaríkjunum séu minnst 300 milljónir skotvopna, sem samsvarar 300 þúsund skotvopnum á Íslandi. 

Auðvitað liggur stórgróði í svona óheyrilegum skotvopnafjölda og vaxandi sölu skotvopna. 

Ómar Ragnarsson, 19.5.2018 kl. 01:40

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sem sagt Ómar. Ef að þeir sem frömdu 22.938 sjálfsmorð með byssum á árinu 2016 hefðu ekki haft byssur, þá væru þeir enn á lífi. Er þetta málflutningur þinn? Bara þessi eini þáttur talnaefnisins er 60 prósent af því sem þú talar um.

Jafnvel þú hlýtur að geta tekið smá sönsum og horfst í augu við staðreyndir. Eða skjátlast mér kannski í því efni?

Tveir plús tveir eru enn fjórir, sama hver skoðun manna kann að vera á því.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2018 kl. 03:18

5 identicon

Sæll Ómar.

Hafa skólarnir ekki brugðist?

Hér sitjum við uppi með
grenjandi sektarkennd yfir því
að koma því ekki í verk að skjóta a.m.k. 30 á ári hverju.

Þessu gamla bændasamfélagi er ekki viðbjargandi og er í raun
á því stigi "villidýra" og kúgunar að geta ekki einusinni
hleypt af byssu?

Ég vil leyfa mér að vitna í einhvern mesta menningar- og
ferðamannafrömuð sem nú er uppi, Frímann Gunnarsson, en hann
afgreiddi þetta í raun svo: "Teletransportation er málið!"

Spörum ekki folatollinn! Flytjum til Bandaríkjanna!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.5.2018 kl. 04:00

6 identicon

Trump sagði aldrei að Mexikanar væru dýr.
Ómar, þú ert allt of mikill krati og óábyggilegur.

Hann sagði: Félagsmenn MS13 eru villidýr- en vinstri fjölmiðlar tóku úr samhengi það sem hann sagði. Sem sagt lygar eins og venjulega.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 19.5.2018 kl. 13:25

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Tölfræðilegur samanburður er skemmtilegur en til að vera til gagns verður að bera saman sambærilega hluti.

Íbúar í Skandinavíu (Noregur Svíþjóð og Finnland) eiga 27 byssur á hverja 100 íbúa, 74 færri byssur en bandaríkjamenn þar sem er rúmleg ein byssa á mann.

Samt hafa helmingi fleiri eða 0,4 af 100.000 fallið í fjöldamörðum með byssum í Skandinavíu á þessari öld en aðeins 0,2/ 100.000 bandaríkjamenn.

Guðmundur Jónsson, 19.5.2018 kl. 16:01

8 identicon

Aftur fer Ómar með fleipur eftir að hafa verið leiðréttur ítrekað.

Hver man ekki eftir því þegar hann sakaði Finna um þjóðarmorð í Rússlandi í seinni heimsstyrjöld.

HSD (IP-tala skráð) 19.5.2018 kl. 17:56

9 identicon

Velti fyrir mér tilgangi orða þinna Ómar.
Hvaða hugmynd ertu að reyna koma á framfæri?

Guðjón Pálsson (IP-tala skráð) 19.5.2018 kl. 19:09

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

*Þið hrekið ekki þær tölur sem ég nefni, heldur reynið að koma því yfir á útlendinga og innflytjendur. 

Lastu það sem ég skrifaði?  Mér sýnist ekki.

*Tölurnar um að drápin með skotvopnum í BNA samsvari 30 drápum á Íslandi stendur...

Í annarri vídd.

...og einnig að í Bandaríkjunum séu minnst 300 milljónir skotvopna, sem samsvarar 300 þúsund skotvopnum á Íslandi. 

Sem er ekki statistic sem neinu máli skiftir.

*Auðvitað liggur stórgróði í svona óheyrilegum skotvopnafjölda og vaxandi sölu skotvopna. 

Það eru góðar fréttir.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.5.2018 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband