Kemur við kaun Vesturveldanna.

Það yrði heldur betur handagangur í öskjunni ef óvænt og fýlukastleg ummæli Trumps um að fella niður alla tolla og allar verndarívilnanir fyrir landbúnað og fleira yrði að veruleika. 

Hvað landbúnaðarkerfi vestrænna þjóða snertir, felst í stuðningi við landbúnað þessara þjóða einhvert mesta óréttlæti heimsbúskaparins, svo mikið, að svonefnd þróunarhjálp er eins og dropi í hafið. 

Með þessu umfangsmikla kerfi er íbúum þróunarríkjanna meinað að nýta sér hagkvæmni loftslags og gróðurs til að komast inn á hinn þrælverndaða markað hjá þróuðu ríkjunum. 

Trump veit ósköp vel að með því að kasta fram algerri niðurfellingu verndartolla og stuðnings við landbúnaðarkerfi Vesturlanda er hann að tala um mál, sem er að vísu réttlætismál, en verður því miður aldrei samþykkt rétt sisvona. 

Franskir bændir hafa farið í hópferð á dráttarvélum til Parísar út af minna. 

Í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar áttu Kanar um tvennt að velja: Að láta Evrópu eiga sig og taka þar með áhættu af því að þar færi allt í kaldakol með ómældu tjóni fyrir alla, - líka Bandaríkin. 

Eða að veita Marhsallaðstoðina og stuðla að niðurfellingu tolla. Í ljós kom að þessi kostur var ekki aðeins miklu betri en hinn, heldur högnuðust allir á honum, - líka Bandaríkin. 


mbl.is Trump: „Engar hindranir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma að fikveiðiðnaðurinn er líka ríflega ríkisstyrktur hjá ESB

Grímur (IP-tala skráð) 10.6.2018 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband