Vandmeðfarið þjóðartákn.

Íslenski fáninn og fánalitirnir í ýmsum útfærslum hafa verið lítt notuð hér á landi miðað við fána ýmissa annarra þjóða. 

Vel má hugsa sér að auka þessa notkun, en stundum getur það hins vegar verið vandmeðfarið. 

Í samkeppnisumhverfi getur það til dæmis verið álitamál, hve langt fyrirtæki geta gengið til að "eigna sér" fánann. 

Nafnið Icelandair nýtir sér orðspor landsins og tengir fyrirtækið við Ísland. 

En það þurfa að vera sem skýrust ákvæði í fánalögum hvernig að því er staðið að nýta sér fánann, en ævinlega geta þó komið upp matsatriði, sem reyna á mismunandi smekk og mat. 

Á sínum tíma gerðist það bara af sjálfu sér að hér urðu til flugfélögin Flugfélag Íslands og Loftleiðir og ekki minnist ég neinna deilna um þær nafngiftir né notkun lita á vélum þessara flugfélaga. 

Mig minnir að bæði félögin hafi nýtt sér fánalitina að einhverju leyti þegar vélar þeirra voru málaðar, en það var samt ekki á eins áberandi og algeran hátt og nú má sjá á einni þotu Icelandair. 


mbl.is Boeing-þota í fánalitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

3. mgr. 12. gr. laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið nr. 34/1944:

"Heimilt er að nota hinn almenna þjóðfána í merki, sbr. þó 2. mgr., eða á söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vöru eða þjónustu sé vara eða starfsemi sú sem í hlut á íslensk og fánanum ekki óvirðing gerð."

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2018 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband