26.6.2018 | 20:01
Hetjuleg frammistaða, munaði grátlega litlu.
Síðasti leikur Íslands á HM var afrek af liðsins hálfu. Í 70 mínútur lék þetta lið líkt og því væri frekar spáð sigri á HM en Króötum, sem hafa verið taldir líklegir til að ná í verðlaunasæti.
Þegar rykið verður sest munu leikurinn við Argentínu, barátta liðsins allt til enda og frammistaða íslensku áhorfendanna verða lengi í minnum haft.
Liðið kom inn í lokakeppnina með tvo öfluga lykilmenn sína búna að vera í meiðslum vikum og mánuðum saman og rétt ná að sleppa inn á mótið, auk þess sem hinn þriðji, Jóhann Berg, meiddist og missti af leiknum við Nígeríu.
Horfum fram og tökum myndarlega á móti þeim þegar þeir koma heim!
Ísland úr leik á HM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.