Einfeldni Trumps, Harley-Davidson var þegar byrjað á breytingum.

Þótt Harley-Davidson hafi verið og sé enn eitthvert sterkasta tákn Bandaríkjanna í smíði á farartækjum, sýnir undrun Trumps á ákvörðunum þess að "gefast upp" og færa hluta framleiðslu sinnar úr Bandaríkjunum, skammsýni og fáfræði forsetans.

Hann hélt að leiðin til að gera Bandaríkin voldug á ný væri að reisa tollamúra til að verjast því að framleiðslan í landinu stóðst ekki því besta innflutta snúning.Harley Davidson 750

Viðbúið var að þær þjóðir, sem tollaárásin var gerð á, myndu svara henni.   

Á síðustu misserum hefur reyndar hið gróna og fræga fyrirtæki verið að fikra sig áfram með breytingar, sem Trump hefði átt að fylgjast með. 

Meðal annars sækja vatnskældar gerðir á hjá verksmiðjunumm, Harley byrjaði fyrir tveimur árum að framleiða  750 cc hjól sem er minna og ódýrara en gengur og gerist um Harley, og það hafði hafið framleiðslu á þessari gerð af Harley-Davidson á Indlandi. 

Hjólið er léttara en önnur hjól frá fyrirtækinu og myndi hér á landi kosta hálfri milljón króna minna en ódýrasta Harley-hjólið hingað til. 

Aðdáendur Harley-Davidson tala um að ákveðinn "lífsstíll" fylgi þessum hjólum og tryggðin við þau hefur verið mikil. 

En samkeppnin á alþjóðamarkaði er afar hörð og það er ekki um annað að ræða fyrir hið gróna bandaríska fyritæki en að gera framleiðsluvöruna fjölbreyttari og samkeppnishæfari. 

Í Evrópu hafa þessi hjól selst það vel, álíka vel og t.d. Yamaha, Kawasaki og KTM, og það er mikilsvert fyrir verksmiðjuna að halda sessi sínum þar. 

Dýrustu hjólin kosta sem svarar tíu milljónum króna og eru lúxusfarartæki. 

Ákvörðun Trumps hefur eingöngu hraðað þessari þróun hjá Harley-Davidson og veldur því að mun fleira starfsfólk fyrirtækisins missir vinnuna í Bandaríkjunum en ella hefði orðið.  


mbl.is Flytur hluta starfseminnar frá Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nú þekki ég ekkert til þessara mála.

Getur Harley Davidson ekki bara keypt ÁL frá íslandi

eða eru komnir ofurtollar á það líka?

Jón Þórhallsson, 26.6.2018 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband