Ýmislegt öfugsnúið í veðrinu er ekki ný frétt.

Í útvarpi var rætt við Pál Bergþórsson veðurfræðing um hið einkennilega veðurfar að undanförnu, langvarandi rigningatíð á þeim tíma árs, sem að öllu jöfnu er þurrastur og bjartastur á sunnanverðu landinu. 

Fréttamaðurinn hafði greinilega ekki vitað, að sá spádómur er orðinn meira en 20 ára gamall, að mikil meðaltalshlýnun loftslags á jörðinni gæti orðið til þess að sjór verði svalari á norðanverðu Atlantshafi af völdum mikillar bráðnunar Grænlandsjökuls og hafíssins í Íshafinu og loftslagið þar með hryssigslegra. 

Um þetta fyrirbæri, sem Páll talaði um, bjó ég til sjónvarpsþátt, sem var byggður á dönskum þætti um málið, hét á íslensku: Hið kalda hjarta hafanna og var sýndur í sjónvarpinu. 

Á öllum tölvulíkönum, sem ég hef séð um loftslag á jörðinni síðan þá, er sýnt blálitað svæði suðvestur af Íslandi, sem stingur í stúf við eldrautt hlýnunarsvæðið við norðurpólinn.

Á þessu svalara svæði suðvestur af Íslandi er hlýnunin sýnd vera mun minni en annars staðar, og í þættinum fyrir 20 árum var því lýst, að ástæða þessa væri sú, að mikið ferskt leysingavatn vegna bráðnandi Grænlandsjökuls og íssins í Norður-Íshafinu væri léttara en saltur Golfstraumurinn, og þess vegna streymdi Golfstraumurinn ekki eins langt norður og áður, heldur sykki sunnar en áður var og færi síðan sem neðansjávarstraumur til suðurs. 

Það fylgdi þessari forspá, að veðurfar gæti orðið bæði svalara og auk þess með miklu meiri úrkomu á okkar slóðum þegar þetta fyrirbæri ýtti undir átök kaldra loftmassa og hlýrra fyrir sunnan og suðvestan Ísland. 

Síðustu vikurnar hefur einmitt blasað við á veðurkortum hinn eldrauði loftmassi Evrópu sem þrýstir sér í áttina til norðvesturs en mætir þar svölum loftmassa frá noraðanverðu Kanada. 

Á gervitunglamynd fyrir nokkrum dögum mátti sjá, að nær enginn hafís væri á Grænlandssundi milli Íslands og Grænlands. 

Íshraflið, sem gerði vart við sig nálægt Hornströndum fyrir 2-3 vikum, var óverulegt og stafaði af langvarandi og óvenjulegum suðvestanvindum, sem hröktu það litla, sem var af ís norðvestur af landinu, til austurs þar sem hann var fljótur að bráðna. 


mbl.is Gróðureldar við Manchester
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Ómar. Það er oft veðurhamur á norður og suður hjara og hefir ekkert að gera með hlýnun jarðar. Horfum á siglingasögu heimsbúa og siglingasögu okkar allt til ársins 1000. Engar skipakomur segja annálarnir. Við vitum ekki baun í bala um veðurfar en það er ekki útreiknanlegt en það er hægt í dag að fylgjast með lægðum svo það hjálpar.

Valdimar Samúelsson, 27.6.2018 kl. 09:38

2 identicon

En nú stækkaði Grænlandsjökull í fyrravetur og reyndar mun meira en hann hafði rýrnað síðustu 6 til 7 árin þar á undan (skv. frétt í Lifandi vísindum). Hvernig passar það heim og saman við þessa kenningu?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2018 kl. 22:10

3 identicon

er sem er fer sem fer. hef séð þetta nokkrum sinum áður.veður er nokkuð stöðugt ef aldirnar eru skoðaða. það er gott að velta ýmsu upp. hversvegna lagaðist ósonið svona fljótt eftir að menn hættu að nota freon á vesturlöndum. hafa menn hugmynd um hvernig ósonið hagar sér yfir tíma.?. getur verið að þessi göt hafi tilgang.?. tími mansins á jörðini hefur verið eitt mesta stöðugleikatímabil jarðarýnar. kannski erum við að fara inní óstöðugleikan aftur.? en örlitin hlýnun nú um stundir er ekkert nýnæmi í jarðarsögunni þá erum víð að tala um þúsundir ára en ekki gloppóttri miníngu undirritaðs 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.6.2018 kl. 04:09

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sjáið blog Treusta me hlýja sjónum. Hann hefir aaldrei verið til.Þetta eru upplognar lygar hjá medíuni ásamt elítunni. 

https://trj.blog.is/blog/trj/entry/2219206/

Valdimar Samúelsson, 28.6.2018 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband