28.6.2018 | 00:00
Ferđalok er ljóđ eftir Jónas Hallgrímsson.
Ferđalok eftir Jónas Hallgrímsson er af mörgum taliđ fegursta ástarljóđ, sem ort hefur veriđ á íslenska tungu.
Lagiđ og ljóđiđ Ég er kominn heim var og er ungverskt lag sem Jón Sigurđsson bankamađur gerđi undurfallegt ljóđ viđ og lagiđ var frá byrjun og í meira en hálfa öld eftir ţađ ćvinlega skráđ undir heitinu Ég er kominn heim og nefnt ţví heiti.
Íslenska útsetningin er í allt öđrum takti og nútímalegri stíl en ungverska gerđin og tókst flytjendunum óhemju vel upp viđ flutninginn, svo ađ lagiđ fór rakleiđis á toppinn ţegar ţađ var gefiđ út.
Ég minnist ţess vel hvernig Óđinn Valdimarsson sló í gegn og lagiđ féll í góđan jarđveg, ţegar haldnir voru sérstakir tónleikar, sem ég tók átt í, í Sjálfstćđishúsinu (síđar Sigtún og NASA) ar sem ţetta lag og önnur nýútkomin lög á nýútkomnum hljómplötum voru flutt.
Lagiđ lifđi, eins og áđur sagđi, í meira en hálfa öld undir skráđu heiti ţess Ég er kominn heim, en Jón Sigurđsson gerđi afar góđa texta og hefur ađ mínu mati ekki veriđ metinn sem skyldi ađ verđleikum.
Lagiđ, sem Hallgrímskirkja spilađi í tilefni af HM og hefur gengiđ í endurnýjun lífdaga, heitir ekki Ferđalok og óskiljanlegt er ađ nú um síđir skuli menn taka allt í einu upp á ţeirri vitleysu og ruglingi ađ gefa ţví allt annađ nafn en ţađ, sem höfundurinn lét skrá og gilti eftir ţađ.
Ferđalok er ljóđ eftir Jónas Hallgrímsson á svipađan hátt og Maístjarnan er ljóđ eftir Halldór Laxness.
Athugasemdir
Laglínan er í raun ađeins lítiđ stef úr frekar klssísku ungversku tónverki og mađur ţarf virkilega ađ sperra eyrun til ađ grípa ţađ. Ţessi laglína hefur svo breyst og fágast í seinni dćgurlagaútgáfum, jafnvel ađ ţví marki ađ vera nćr óţekkjanlegt. Gott lag engu ađ síđur og ég efast um ađ nokkur geti fariđ í spor Óđins heitins í flutningi ţess. Síđari tíma flutningur oft bölvađ klám sem betur hefđi mátt kyrrt liggja.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.6.2018 kl. 06:06
Óđinn heitinn var miklu betri söngvari en menn áttuđu sig á ţá. Í dćgurlagakeppni hljómsveitar Svavars Gests fékk hann úthlutađ lagi, sem mig minnir ađ hafi lent í 3ja eđa fjórđa sćti, enda var finnski dansinn jenka ţá á toppnum og Raggi Bjarna söng lagiđ Lipurtá af sinni alkunni snilld.
En flutningur Óđins á sínu lagi finnst mér samt standa upp úr ţegar ég heyri ţessi lög aftur.
Ómar Ragnarsson, 28.6.2018 kl. 09:02
Hér er samanburđur,"Das Veilchen von Montmartre": Juan Diego Flórez✭♫ "Heut' Nacht hab' ich geträumt von dir"/v.E.Kálmán
Hörđur Ţormar, 28.6.2018 kl. 09:23
Ţetta er útgáfa sem hin frábćri danski söngvari Otto Brandenburg gerđi 1959 og sem sumir segja ađ sé hafi veriđ innblástur.
https://www.youtube.com/watch?v=cVhlu7Gprs0
Richard Ţorlákur Úlfarsson, 28.6.2018 kl. 18:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.