Oft vandræðagangur í viðtölum vegna enskrar hugsunar.

Það verður sífellt meira áberandi hvað "enskur hugsunarháttur" veldur því fólki vandræðum, sem þarf að tjá hugsanir sínar í fjölmiðlum. 

Hinir ágætu fótboltaskýrendur í HM stofunni játa þetta meira að segja hvað eftir annað og segja það bara hreint út að þeir séu að bögglast við að reyna orða sína erlendu hugsun á íslensku máli. 

Þetta er ekkert einsdæmi, þetta kemur æ oftar fyrir okkur öll. 

"...heldur tökum henni sem gefinni.." segir meira að segja prófessorinn í íslenskri málfræði (..take it as given...) þegar hann hann lýsir því hvernig enskan sé orðin sjálfsögð á Íslandi.

En það er þó skárra hjá honum heldur en að segja: komin til að vera. 

Í stað þess tískuorðalags er hægt að nota helmingi færri orð og segja: Heldur velli. 

Eða verði hér til frambúðar eða festi sig í sessi.  

 


mbl.is Enskan orðin sjálfsögð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ómar, nú eru vellirnir lóðréttir og menn eru uppi á topp og á HM voru einhverjir varnarmenn sem fór niður á botn.Hér áðurfyrr voru kantmenn í öllum liðum og óðu upp kantinn. Nú eru bara vængir á völlunum og vængmenn. Svo eru holur á völlunum sem menn leika í Og svo þetta war rugl, Er það ekki skjádómar?Þetta er bara mont og ættu menn að hætta þessu og tala Íslensku.

Trausti (IP-tala skráð) 2.7.2018 kl. 10:53

2 identicon

Það er allt í lagi að mínu mati að nota ensku á Íslandi, en það er algerlega óþolandi að hafa hana í fyrsta sæti. Skilti eiga ekki að vera eingöngu á ensku og íslenskan Á alltaf að vera á undan, jafnvel með stærra letri. Það er líka óásættanlegt að geta ekki fengið þjónustu á íslensku á Íslandi. Gamalt fólk sem hefur unnið alla sína ævi og byggt upp það samfélag sem við búum við á EKKI að þurfa að upplifa sig sem útlendinga í eigin landi, margir kunna ekki ensku.

Ég hef ferðast nokkuð víða og hef hvergi á byggðu bóli séð fólk sýna landi sínu og tungu þá vanvirðu að nota ensku sem eina eða fyrsta mál á flugvöllum, vegskiltum eða á þjónustustöðum, nema á Íslandi. 

Dagný (IP-tala skráð) 2.7.2018 kl. 11:40

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Algjörlega sammála þér Dagný. Nú á vikutíma er ég búinn að þvælast svolítið um landið, og á þremur stöðum sem ég stoppaði á, var enskumælandi fólk við þjónustu, það var á veitingastað í Hveragerði, Þrastarlundi og svo N1 á Egilsstöðum, þetta á bara ekki að líðast, og þarf að stöðva.

Hjörtur Herbertsson, 2.7.2018 kl. 14:40

4 identicon

Hjörtur (14:40), mér finnst þú vera ósanngjarn. Þetta er ungt fólk erlendis frá sem við þurfum á að halda, en kann eðlilega ekki íslensku. Þetta er ekki það sem Ómar er að tala um. Hann er að vekja athygli á því að starfsmenn útvarpsstöðva, fréttamenn og þulir, Íslendingar, og jafnvel prófessorar í íslensku við Háskóla geta ekki tjáð sig skammarlaust á okkar móðurmáli.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2018 kl. 15:16

5 identicon

Haukur, það er hið besta mál að ungt fólk erlendis frá vinni í ferðaþjónustu víðsvegar á Íslandi, það er ekkert út á það að setja. Hins vegar er það ekki í lagi að rekstraraðili viðkomandi staða sjái ekki um að einhver í starfsliðinu geti sinnt þjónustu við þá íslendinga sem ekki kunna önnur tungumál, á íslensku.

Dagný (IP-tala skráð) 2.7.2018 kl. 16:08

6 identicon

Þetta er allt orðið svo hnattrænt, enskan kemur í staðin fyrir gamla draumurinn um Esperanto, það er fínt. Flestir átta sig á þessu þ.e. að þeir þurfi að læra ensku frekar en dönsku eins og áður var.

Íslenskan er ekki að fara neitt, hún er í góðu formi. Það er óþarfi að hanga í athyglisfrest þegar þarf að finna nýjar og betri aðferðir til að gera íslensku gildandi.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 2.7.2018 kl. 20:33

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er sammála þér,Ómar.

Vandamálið er ensk orðaröð og orðtök. Skiptir engu hvort enskumælandi fólk eða annarra tungna er við afgreiðslu.

Og svo er það fjölmiðlafólkið ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.7.2018 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband