Vatnsdalshólar og Köldukinnarhólar forðum, - við Svínafellsjökul næst?

Um allt land, ekki síst í fjöllum norðanlands, úir og grúir af framhlaupum úr fjöllum sem hafa hlotið landsfrægð. 

"Þar sem háir hólar..." orti skáldið um hólana, sem "halfan dalinn fylla í Öxnadal, en að baki baki rís hin mikla fjallabrík með prýðina Hraundranga þverhnípt eftir að fjallið klofnaði. 

Skriðan úr Fagraskógarfjalli er margfalt minni en hið mikla berghlaup úr Vatnsdalsfjalli, sem sennilega hefur skautað á ísi hopandi ísaldarjökull og upp í brekkuna handan dalsins. 

Af svipuðum toga eru Köldkinnarhólar í Langadal, sem hafa einnig skotist yfir dalinn og upp brekkuna á móti. 

Bæði þessi húnvetnsku framhlaup ollu heilabrotum forðum vegna þess, að alla sýnilega tengingu vantar milli þeirra og fjallanna handan dalsins.  

Sunnar í dalnum hefur berghlaup úr Móbergsfjalli verið þykkara í sér og ekki komist þvert yfir dalinn, en eftir standa hinar hvikalegu Stofur, hamrabergið nakið eftir að fjallið klofnaði. 

Nú er beðið eftir hugsanlega enn stærra berghlaupi við Svínafjallsjökul og verður það sennilega áhugaverðasta berghlaup hér á landi, jafnvel stærra en berghlaupið mikla í Öskju 2013.  


mbl.is Nakið sár í fjallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband