10.7.2018 | 08:31
"Víst ertu snjall og vís, Björn..."
Eðli málsins samkvæmt og í samræmi við nafn dýrsins, ætti hvítabjörn að sjást vel á auðri og dökkri jörðinni á Melrakkasléttu og ekki að verða skotaskuld úr því fyrir þaulvana leitarmenn Landhelgisgæslunnar að finna hann úr lofti í því góða veðri,, sem leikið hefur við fólk á norðaustanverðu landinu.
En soltinn hvítabjörn á vergangi er ekkert gamanmál, það ætti gömul reynsla að sýna.
Að vísu hefur verið nær íslaust á milli Íslands og Grænlands undanfarnar vikur, en þó hafa þrálátar suðvestanáttir hrakið hrafl og einstaka borgarísjaka yfir að norðurströndinni.
Einn borgarísjaki sást um daginn, og einn borgarísjaki er nóg til að flytja eitt stykki hvítabjörn það nálægt landi, að bangsi geti synt restina.
Þegar þetta er ritað, er málið óleyst, og þá á kannski enn einu sinni við gömul vísa, sem ég gerði í þakkarskyni við mann með nafni þessa dýrs, sem hafði veitt dýrmæta aðstoð við að leysa úr vandamálum mínum.
Af því að fyrirbærið björn getur bæði verið innlent og erlent, var limran sett fram á tveimur tungumálum og nýtur sín ekki til fulls nema farið sé með hana upphátt:
Víst ertu snjall og vís, Björn,
og vin engan betri ég kýs, Björn.
You solve my case
and sav my face
so sweetly with grace
and ease, Björn.
Tíðindalaust af bjarndýrsvaktinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það yrði nú kómískt ef bangsa mundi svo skjóta upp sunnar og skófla þar í sig eitthverjum vegan brjálæðingum sem kalla veiðar morð.. og þá helst þegar þeir eru að naga gulrót og drekka eitthvað njólaseiði😉
ólafur (IP-tala skráð) 10.7.2018 kl. 10:02
Góð vísa..Eiginlega frábær.
Már Elíson, 10.7.2018 kl. 12:00
Sæll Ómar.
Í Dýraverndaranum 1949 greinir frá
svonefndum urðargeitum en þær eru afkvæmi
fjallageitar og norrænu geitarinnar
sem prýðir betri býli um land allt.
Um háfengitímann verða þær alhvítar að lit
og ekki er ólíklegt að ferðalangarnir hafi hitt
fyrir eina í slíkum ham.
Draumur heimamanna er að sökkva Melrakkasléttunni alfarið
og að hún verði uppistöðulón fyrir það rafmagn sem leitt
verður um sæstreng til Bretlands árið 2024.
Frekari leit á Melrakkasléttu eftir ísbjörnum
er óþörf með öllu.
Húsari. (IP-tala skráð) 10.7.2018 kl. 13:00
Beware of the Ice-Goat!
Húsari. (IP-tala skráð) 10.7.2018 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.