Svefninn oft lúmskur. "Hvernig ætlar þú að aka til Keflavíkur?"

Óvelkominn svefn getur verið hættulegur gestur fyrir fólk, og líklega eiga allir einhverjar minningar um að hafa dottað á óþægilegumm augnablikum. 

Menn í valdastöðum hafa hrokkið upp úr værum draumi þegar þeir áttu að vera með fulla athygli á mikilvægum stundum og óvænt innrás syfju hefur líka valdið alvarlegum slysum í umferðinni. 

Stundum getur hættan verið lúmskust á beinum tilbreytingarlausum köflum sem stinga mjög í stúf við gömlu malarvegina, eins og til dæmis gamla Keflavíkurveginn, sem þræddi Vatnsleysuströndina. 

Ein saga kemur í hugann. 

Einn af vörubílstjórum í Reykjavík á stríðsárunum átti það til að detta í það á föstudögum, en slapp alltaf með skrekkinn. 

Í eitt skiptið síðla föstudags var ekið sleitulítið með vörur frá Reykjavíkurhöfn suður á Keflavíkurflugvöll og myndaðist biðröð við skipshlið vegna tafa á uppskipuninni. 

Umræddur vörubílstjóri varð að lokum fremstur í röðinni, en töf varð á að klára að ferma bílinn. 

Þegar því lokið flautaði kranastjórinn til merkis um að bílstjórinn gæti ekið af stað. 

En hann hafðist ekkert að. 

Hljóðmerkin voru ítrekuð og flaut fór að bætast við frá bílnum fyrir aftan. 

Að lokum fór maður að dyrum bílsins og bankaði á þær, en þegar það dugði ekki, opnaði hann dyrnar. 

Valt þá bílstjórinn steinsofandi næstum út um dyrnar, svo að verja þurfti hann falli og ýta honum til baka. 

Greinilegt var, að hann var dottinn í það eins svo svo oft gerðist á föstudögum. 

Hann var reistur við en gangsetti þá bílinn. 

"Heyrðu, vinur, þetta getur þú ekki gert, blindfullur," aðvaraði hinn tilkvaddi maður. 

"Jú, jú," svaraði bílstjórinn, "ég dríf mig bara af stað!" 

"Ertu vitlaus," var svarið, "hvernig ætlarðu að aka til Keflavíkur, þann mjóa og króktótta veg, svona á þig kominn?"

"Ekki nokkur vandi," sagði bílstjórinn, - "ég fylgi bara ströndinni!" 


mbl.is Strætóbílstjóri svaf á ljósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar. Góður þessi.:-)

Valdimar Samúelsson, 9.7.2018 kl. 19:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Valdimar, þeir voru magnaðir margir karlarnir, sem ég kynntist þegar pabbi minn leyfði mér að vera með sér við akstur sinn við höfnina. Umræddur bílstjóri þótti þjófóttur í meira lagi, en ef hann var staðinn að verki svaraði hann: "Það er betra að ég hirði þetta en að hinir steli því."

Ómar Ragnarsson, 10.7.2018 kl. 10:03

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta hefir verið almennilegur bílstjóri. Það er þá líkt með okkur en ég fór stundum með Afa mínum suður á Reykjanes og líka með marshal flutningana í sogið. Eitt skiptið fengum við okkur Amerískt Eplapæ í messanum og það hefir alltaf verið í uppáhaldi síðan. Líklega bara Ameríkanarnir líka. :-)

Valdimar Samúelsson, 10.7.2018 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband