10.7.2018 | 16:57
"Seljum fossa og fjöll..."
Þegar Íslendingar gengu í EES voru margir á báðum áttum varðandi það að engar skorður yrðu settar á uppkaup útlendinga á íslenskum bújörðum.
En samningurinn var gerður þegar hér var efnahagsleg niðursveifla og landið fáum þekkt erlendis, enda ferðamenn tíu sinnum færri en nú er.
Og áhyggjurnar reyndust lengi vel vera ástæðulitlar, þótt það styngi í augu að Danir, sem gengu alla leiðina í ESB, höfðu sett inn sérákvæði um dönsk sumarhús og lendur.
En nú eru aðstæður að breytast, og ýmsir vöknuðu af vondum draumi þegar Huang Nubo hugðist kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Það virtist ætla renna i gegn, enda álversfúsir sveitarstjórnarmenn með peningaglampa í augum.
Í gildi er bann við því að útlendingar eignist meira en 49 prósent í sjávarútvegsfyrirtækju, en ekkert bann við öðrum erlendum fjárfestingum.
Nú eru að vísu svipaðar rökræður uppi og þegar Noregskonungur vildi fá Grímsey í sínar hendur og sagt að erlendu kaupendurnir séu ágætis fólk.
Einnig, að hingað til hafi Íslendingar sjálfir reynst einfærir um að stunda hervirki gegn íslenskri náttúru.
En hendingar Flosa Ólafssonar koma samt upp í hugann og vekja til umhugsunar um það, hvort ekki sé nauðsyn á að vera á varðbergi gagnvart stórauknum landakaupum útlendinga, samanber hendingar Flosa Ólafssonar:
Seljum fossa og fjöll!
Föl er náttúran öll!
Og landið mitt taki tröll!
4.700 hektara jörð seld með hóteli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kaupþingsprinsanir voru nú duglegir við að sanka að sér jörðum og greiddu vel fyrir. Lánið sem þeir tóku til að geta stundað þessi uppkaup átti einhverja hluta vegna ekki að greiða krónu af fyrr en eftir áratugi svo sennilega eiga þeir þessar jarðir enn?
Ég held að það skipti alþýðuna ekki máli hvort það séu innlenndir heildsalar eða Hansakaupmenn sem svína á þeim - voru allir ánægðir með Costco?
Grímur (IP-tala skráð) 10.7.2018 kl. 17:57
Sá aðili sem harðast hefur gengið fram gegn óspilltri náttúru á Íslandi er íslenska ríkið sjálft. Allar framkvæmdir landeigenda, innlendra eða erlendra, eru hjóm eitt hjá framgangi ríkisvaldsins.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.7.2018 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.