23 ferkm hér - 47 km2 þar o. s. frv. Þarf það að vera eins konar leyndarmál?

Lýst er eftir skiljanlegri tölu varðandi umfang kaupa útlendinga á íslenskkum bújörðum. 

"Er ekki hægt að lyfta þessu upp á örlítið hærra plan? Gera fólki þetta skiljanlegt á einfaldan hátt?  Er það ekki hlutverk fjölmiðla?

Hvað segja tölur eins og 4700 hektarar og 2300 hektarar notendum fjölmiðla?  Nákvæmlega ekki neitt flestum þeirra, því miður, en eftir vikna umfjöllum um standslaus kaup "erlendra fjárfesta" á íslenskum bújörðum hefur enginn fjölmiðlamaður enn, svo að ég viti til, haft rænu á að segja fólki í raun hve stórar þessar jarðir eru. 

En dæmið er miklu einfaldara en svo að við svo búið megi standa. 

Það eru 100 hektarar í einum ferkílómetra og því þarf ekki annað en að klippa tvö núll aftan af hinum margnefndu tölum, sem eru flestum óskiljanlegar, því miður. 

Svo er slappri stærðfræðikennslu í íslensku menntakerfi fyrir að þakka eð aöllu heldur að kenna. 

Bújörð, sem er sjó kílómetrar á hvern veg er 7 x 7 eða 49 ferkílómetrar. 

Öll byggðin vestan við Elliðaár á nesinu milli Skerjafjarðar og Kollafjarðar, sem heitir upprunalega Seltjarnarnes, þar sem helmingur íbúa Reykjavíkur býr, er á að giska 17 ferkílómetrar. 

Umrædd jörð í Fljótum í Skagafirði er um þriðjungi stærri, og er bara ein af þeim sem eru að komast eða er þegar komin í erlenda eign. 

Það er sem sé verið að ræða um það með þessum landakaupum og fleirum að heil sveit verði í eigu útlendinga.  

Með tölunni 2300 hektarar er bara verið að gera málið óskiljanlegra fyrir flest fólk, því miður. 

Á hið raunverulega umfang að verða eitthvert leyndarmál?


mbl.is Skoða kaup á stórri bújörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

menn geta ekki bæði sleipt og haldi. haft reglugerðir það furðulegar að varla er hægt að búa. varla hægt að beita sauðfé án þess að menn nefni ofbeit. fasteignagjöld fara upp. en menn seiga ekki selja jarðir þeim sem borga best. skil ekki rökfærsluna. þó menn eigi jarðir er löginn sem stýra nýtingu þeirra. ef ríkið ill ekki halda jörðum í byggð hversvegna meiga eigendur ekki fara með eignalönd sin eins og þeim sýnist menn selja hús í reykjavík útlendingum án afskipa ríkisins. fyrr á  öldum áttu breskir mikið af löndum hér í sveit meira seigja geisir og strokk var það slæmur kostur ?. kyrkan áti stóran hluta af jörðum íslendínga 

kristinn geir briem (IP-tala skráð) 14.7.2018 kl. 13:28

2 identicon

Sæll Ómar.

Uppkaup lands og ásókn eftir landi 
sem reikna má með að margfaldist með 
ári kveðju enda það gull framtíðar 
sem gefur eigendum sínum mestan arð
í aðra hönd, gefur tilefni til að huga að
72. gr. Stjórnarskrár Íslands:
"Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi
eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi."
 
Stjórnvöld geta ekki leyft sér að fljóta sofand

að feigðarósi í þessum efnum.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.7.2018 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband