16.7.2018 | 00:31
Ömurlegt ástand á Reykjanesskaga og víðar.
Meðferðin, sem Reykjanesfólkvangur og skaginn almennt hefur hlotið af mannavöldum er hræðileg.
Það var ekki tilviljun að fyrstu blaðagreinina um umhverfisspjöll á Íslandi ritaði Sigurður Þórarinsson 1949 og fjallaði hún um svæði, sem nú hefur verið sett í ruslakistu rammaáætlunar, þ.e. Krýsuvík.
Umhverfisóhiraðan, sem Sigurður skrifaði um, fól í sér smámuni eina miðað við þau spjöll, sem ætlunin er að vinna Krýsuvíkursvæðinu og bæta gráu ofan á svart með því að stunda svipaða rányrkju og stunduð hefur verið á núverandi gufuaflsvirkjunum á skaganum.
Um allan skagann blasa við svo fjölbreytt spjöll að undrum sætir. Margir fallegrir gígar hafa til dæmis verið eyðilagðir með græðgisfullri og skeytingarlausri malartöku.
Um allar koppagrundir má sjá ljótar slóðir og för eftir bíla, ofbeit hefur eytt gróðri á stórum svæðum og hafin er herför gegn Eldvörpum, einu gígaröðinni á öllum vesturhelmingi Íslands, sem er svona löng og mögnuð.
Þar á að herða á þeirri miklu rányrkju á jarðvarma til raforkuframleiðslu, sem hefur orðið til þess að land hefur sigið stórlega og sjór gengið á land vestan við Grindavík.
Gott dæmi um eðli spjallanna eru nöfnin sem krotuð voru í mosann efst í Vífilsfelli fyrir svo löngu, að þau eru mér í barnsminni og halda enn velli.
Víða að Fjallabaki má sjá ljótar slóðir í mosa, sem halda velli svo áratugum skiptir.
Sum hjólför hverfa ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Verður ekki brátt nauðsynlegt
að skjóta allt þetta fólk
sem er að þvælast fyrir náttúrunni?
Hann er furðulegur þessi ný-sósialismi!
Húsari. (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 05:45
"húsari.." - Þú stakkst upp á því. Þú byrjar. - Undarlegt, og vægast sagt heimskulegt "comment" hjá þér, kjáninn þinn.
Már Elíson, 16.7.2018 kl. 22:07
Æ, vertu ekki að ýfa burstir fressið þitt!
Húsari. (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.