17.7.2018 | 13:17
Mikil og afdrifarík harmsaga.
Saga og endalok síðustu keisarafjölskyldu Rússlands varð dramatísk og afdrifarík.
Rússar voru í bandalagi við vesturveldin, Frakkland og Bretland, og samkomulag varð um að til þess að létta á vesturvígstöðvunum skyldi rússneski herinn fara í mikla sókn á sunnanverðum vigstöðvunum og herja einkum á Austurríkismenn.
Talið er að ein af ástæðum þess að meðal Þjóðverja var talið skárra að hefja stríðið 1914 en ekki einhvern tíma síðar væri sú, að Rússum fjölgaði meira en öðrum stórþjóðum Evrópu og landið bjó yfir miklum auðlindum, sem áttu eftir að koma sér vel í Seinni heimsstyrjöldinni.
Þessi sókn varð eina sóknin í báðum heimsstyrjöldunum, sem kennd var við hershöfðingja og nefndist Brusilov-sóknin.
Hún gekk í fyrstu vel og en síðan fóru veikleikar hersins að koma æ betur í ljós og þar réði miklu um, að keisarinn sjálfur tók að sér yfirstjórnina, sem varð honum alveg ofviða.
Aldrei verður hægt að finna út, hverju það hefði breytt, ef Rússar hefðu haft afburða keisara á þessu mikilvæga tíma í sögu þjóðarinnar.
Á sama hátt og Rússar hafa mjög í hávegum "sterka stjórnendur" eins og Katrínu miklu, Pétur mikla og jafnvel Lenin og Stalín, er hörmungarsagan í lok keisaraveldisins þeim ofarlega í huga.
Öld frá morðinu á síðasta keisaranum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Harmsaga og hryllingur. En "the Katyn massacre" var kannski enn hryllilegra. Um það bil 4400 Pólverjar voru myrtir í skógi hjá Katyn í Póllandi. Þetta gerðist í apríl/maí 1940. Morðingjarnir voru rússneskir hermenn eða kommissarar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 13:56
Morðið á keisaranum, konu hans, börnum þeirra og þjónum gaf tóninn fyrir framtíð sósíalismans í Austur Evrópu og þann hrylling sem honum fylgdi.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2018 kl. 21:02
"...gaf tóninn fyrir framtíð sósíalismans í Austur Evrópu og þann hrylling sem honum fylgdi." How silly can you get?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.