Hugsið ykkur hvað margt hefur breyst

Eitt af því sem er stórt atriði í kjarabaráttu ljósmæðra er aukin menntun þeirra. Þær eru komnar langan veg frá því sem var fyrir u.þ.b. 100 árum.  Og það er þessum framförum að þakka að barnadauði er minnstur á Íslandi í heiminum. 

Gamansaga sem afi minn sagði mér frá Vestmannaeyjum bregður ljósi á hversu miklar framfarir hafa orðið.  

Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum sem hét Guðlaugur þótti afar nískur.  Hann þurfti að fara á sjó en kona hans átti þá von á barni.  Var hún beðin um að senda skeyti en fara sparlega með kostnað vegna þess. 

Nú varð konan léttari og var Guðlaugi sent skeyti svohljoðandi:  Drengur fæddur.  Berta sótt.  Blind, billegri.

En þá voru ljósmæður í eyjum fleiri en ein en sú þeirra sem var blind tók minna fyrir viðvikið. Þess vegna var hún sótt fyrir hinn aðhaldsama föður.


mbl.is Mótmælin hafin á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar minn. Nískur útgrðar Vestmannaeyjapeyji gömlu daganna?

Þegar ljósmæður geta ekki bjargað barni í fæðingarferð sinni í þennan jarðarheim, þá virka verkferlar þannig að læknar mæta með tengur og skurðhnífa, til að klára hjálpræðisverkið við að koma barninu í heiminn.

Hvers vegna er ekkert talað um þetta verkferla-batterí læknanna stjóra, í öllu fjaðrafokinu á múgæsingsplaninu "ríkis-sátta-semjara"-stýrða?

Ég bara spyr?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband