Ef slóðarnir eru meira en 20 þúsund kílómetrar er í mörg horn að líta.

Viðfangsefnið "vegaslóðar" og "hálendisvegir" er búið að vera vandamál síðan á síðustu öld. 

Þannig var það svo fyrir rúmu áratug að ekki var á hreinu hvort þetta "vegakerfi" væri alls 20 þúsud kílómetrar eða hvort það slagaði upp í 30 þúsund. 

Til samanburðar má geta þess, að skammt frá einum helsta torfæruakstursbæ í Bandaríkjunum, Mojabe, er þjóðgarðurinnn Canyonlands eða Giljalönd, þar sem menn hafa sérhæft sig í því að útbúa og hafa stjórn á jeppaumferð um alls 1600 kílómetra langar leiðir. 

Algerlega er bannað að fara út fyrir þessar leiðir og séð til þess að engin leið sé að brjóta bannið á þeim forsendum að ferðamenn hafi ekki verið látnir vita um hvað var lokað og hvað ekki. 

Þykjast menn þarf hafa í nóg horn að líta að hafa eftirlit með akstrinum um þessar leiðir. 

Sumar eru býsna þekktar, svo sem "Shafers Trail", og við bæinn Mojabe eru haldin einhver helsta torfærukeppni Ameríku. 

Frægasta leiðin af slíku tagi í Bandaríkjunum heitir Rubicon og til þess að leggja áherslu á öflugasta Wrangler-jeppann, sem hægt er að kaupa hjá framleiðandanum, heitir sú gerð Jeep Wrangler Rubicon. 

Hann er meðal annars með millikassa með 1:4 deilingu, sem þýðir að lægsti gír er með hlutfallið 1:64, sem er tvöfalt hærri tala og meiri deiling / lægra drif en er til dæmis á Suzuki Jimny og var á gamla Nissan Patról. 


mbl.is Svæðið ekki lokað á hálendiskorti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar þú veist að það er bannað að keyra utanvega svo það gildir fyrir alla. Það þarf ekki að taka það fram. Hinnsvegar finnst mér þessi sekt æði mikill.    

Valdimar Samúelsson, 18.7.2018 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband