20.7.2018 | 21:58
Tvískinnungurinn í náttúruverndarmálum.
Tvö náttúruverndarmál, sem koma upp á sama tíma, varpa ljósi á ákveðinn tvískinnung í þeim málum hjá okkur.
Annars vegar heilög vandlæting Íslendinga gagnvart erlendum ferðamönnum, sem fóru inn á hálendisleið, sem í ljós kom að ekki hafði verið lokað opinberlega af vegagerðinni, en útlendingarnir brutu sannanlega reglur með þvi að aka utan leiðarinnar þar sem skafl lokaði henni.
Fyrir þetta þóttu þessir erlendu gestir liggja sérlega vel við höggi og sóttu sérstöku aðkasti.
Hins vegar var það fréttin um að veiða stórhveli, sem var ekki aðeins stórhveli, heldur að hálfu leyti hvalur, sem er er skilgreindur í útrýmingarhættu.
Þar hefur athæfið haft slæmar afleiðingar á umræðu um Ísland sem náttúruverndarþjóð sem gumar af ást sinni á náttúruvernd.
Svo langt gengur auglýsingin á innilegri ást Íslendingar á ósnortinni náttúru, að enginn erlendur gestur kemst inn í landið um Leifsstöð né aftur til baka úr landi, nema að ganga fram hjá risavaxinni montauglýsingu um það að öll orka sem Íslendingar framleiða sé endurnýnanleg og hrein.
Hið rétta er að í mesta lagi er hægt að segja að 75 prósent orkuöflunarinnar standist þessa kröfu og rányrkja Íslendinga í gegnum gufaflsvirkjanir á háhitasvæðum nemur í raun stærri hlutdeild en samsvari notkun Íslendinga til eigin fyrirtækja og heimila.
Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er allt í lagi að benda fólki á það að hafið við Ísland er stútfullt af þessum blendingum.
Þessir blendingar eru ófrjóir og draga úr fjölgun þessara hvaltegunda.
Fyrr á árum voru þessir blendingar skotnir og sprengdir til að sökkva þeim sem er hið besta mál fyrir hvalastofnana.
Þá voru ekki illa upplýsir fréttasnápar með nefið í þessum málum.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 21.7.2018 kl. 00:51
"Að hálfu leyti hvalur, sem skilgreindur var í útrýmingarhættu".
Ómar, ertu ekki að grínast? Að vera að hálfu leyti eitthvað, sem skilgreint er í útrýmingarhættu? Ja hérna bara, bara.
Algerlega sammála þér í orkuhlutanum.
Ef hægt er að stöðva fjölgun ferðamanna, eða draga stórlega úr henni mæli ég hinsvegar algerlega með áframhaldandi hvalveiðum. Hvalkjöt er gott og hollt. Lömb eru líka falleg, en þjóðin hikstar ekki eina sekúndu á góðviðrisdögum og skellir þeim á grillið. Dýr eru dýr og menn eru menn. Punktur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 21.7.2018 kl. 01:18
Hundar eru víst líka vel ætir, Halldór.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.7.2018 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.