Þetta er orðið alveg nóg í bili.

Sjöfjöldun erlendra ferðamanna á Íslandi á aðeins átta árum á sér líklega enga hliðstæðu hvað umfang snertir í sögu þjóðarinnar. 

Vegna hinnar sérkennilegu blöndu af græðgi og nísku sem einkennir okkur, erum við að klúðra þessum málum herfilega, þannig, að hætta er á slæmu bakslagi, sem er verri kostur en lítilsháttar samdráttur, sem gerir öllu þjóðfélaginu kleyft að anda og segja: Þetta er orðið alveg nóg í bili. 

Fjölgun ferðafólks á stöðum með svipuð náttúruverðmæti og Ísland, svo sem í þjóðgarðinum Yellowstone í Bandaríkjunum, hefur að vísu verið mikil síðustu 20 ár. 

Ferðamönnum i Yellowstone hefur fjölgað úr tveimur milljónum í 3,2 milljónir og þykir varla mega vera meiri.

Það er að vísu drjúg fjölgun, en samt 10 sinnum hægari en hér.  


mbl.is Ferðamenn voru 2,7 milljónir í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband