Athyglisvert var að heyra formann samninganefndar ljósmæðra greina frá því í fréttum að ríkisvaldið neitaði enn að greiða ljósmæðrum þriggja ára skuld.
Þetta nefndi hún um það hugarfar, sem ljósmæður teldu sig upplifa i sinn garð.
Og það hjá þeim sömu, sem bjuggu til kjaradómskerfi, þar sem greidd var umsvifalaust 45% hækkun níu mánuði afturvirkt til þeirra launahæstu í þjóðfélaginu.
Á von á því að ljósmæður samþykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Önnur launþega félög ættu að sjá til þess að ljósmæður fengju þessi ógreiddu laun.
Þarna er verið að reyna að sýna þessum tiltölulega litla hópi vissa hörku til að venja aðra við, að þetta séu rétt vinnubrögð?
Einnig ættu uppsagnir að ganga til baka, ef starffólkið óskar eftir því.
Er þetta sama fólkið, og fór í að rumpa saman skúrunum, þó að svo virtist að starfsfólkið áttaði sig á að betra er að byggja frá grunni og án truflana frá starfandi sjúkrahúsi.
Við þurfum allir að læra um skipulagsmál, allmennt, til að skilja hvað skiptir máli, og geta þá tekið þátt í umræðunni.
Egilsstaðir, 23.07.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 23.7.2018 kl. 01:03
Ómar, þetta er engin skuld við ljósmæður - Félagsdómur úrskurðaði það á sínum tíma. Svona málflutningur er hvorki ljósmæðrum né þér til framdráttar.
Og þú getur þakkað Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir þessar hækkanir ´elítunnar´ sem þú kallar svo. Þessari arfavitlausu ákvörðun hennar að enginn skyldi hafa hærri laun en hún. Þetta er menntað fólk sem vann áfram sína vinnu og beið (mis)þolinmótt eftir leiðréttingum. Sem koma þá svona illa út þegar allt kemur á einu bretti.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2018 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.