Á vélhjólum er meira en helmingur stórslysa vegna ölvunar.

Það er stórmerkilegt að þeim skuli stórfjölga sem aka undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna þegar skoðað er, hvað þetta þýðir. 

Það varpar ljósi á áhættuna, sem tekin er, að á vélhjólum verður meira en helmingur allra banaslysa og alvarlegra slysa vegna þess að ökumaður vélhjólsins var undir áhrifum víns eða fíkniefna. 

Þetta er þrefalt hærri tala en á bíl og ástæðan blasir við: Ökumaður vélhjólsins er ekki varinn af loftpúðum og öðrum öryggistækjum bílsins heldur er hann gersamlega berskjaldaður. 

Ef hann missir stjórn á bíl og lendir í árekstri, á hann miklu meiri möguleika á að sleppa lítt eða ekki meiddur heldur en á vélhjóli. 

Aðra ályktun er líka hægt að draga af tölum um slys á vélhjólum og bílum. 

Ef enginn ekur undir áhrifum á vélhjóli, myndi þessum stórslysum á vélhjólum fækka um helming og þegar bætt er við að allir séu með lokaðan hjálm, ökklavörn og sérstakan vara á gagnvart öðrum í umferðinni, verður stórslysatíðni ekki meiri á vélhjólum en bílum. 


mbl.is Ekið undir áhrifum um alla borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

SKV Wiki dóu 35.482 í bílslysum árið 2015.  SKV CDC fórust á því ári ~119.000 í bílslysum vegna drykkju.  Semsagt, margfalt fleiri dóu í bílslsyum vegna dryjju en fórust í slysum í heildina, af einhverjum ástæðum.  Það er stórmerkilegt.  NHTSA segir töluna alltaf vera í kringum 10.000, svo það er þriðjungur af heildinni, sem er líklegra.

Hérna: https://www.cdc.gov/motorvehiclesafety/impaired_driving/states-data-tables.html  Og hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Motor_vehicle_fatality_rate_in_U.S._by_year

Og hér: https://www.nhtsa.gov/risky-driving/drunk-driving

Málið er, alltaf, að fólk gerir bara það sem það getur.  Öllum sem reyna að laga fólk að heiminum mistekst.

"Ef enginn ekur undir áhrifum á vélhjóli, "

Ef ef ef.... eins og Roger Whittaker söng: I don't believe in if anymore.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.7.2018 kl. 21:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að sjálfsögðu slasast margfalt fleiri alvarlega í bílslysum en í vélhjólaslysum, einfaldlega vegna vegna þess að bílaaksturinn er margfalt meiri að umfangi en vélhjólaaksturinn. 

Talan 50% er hlutfall af vélhjólaslysum, þrefalt til fjórfalt hærri tala alvarlegra slysa vegna ölvunar en af akstir bíla. 

Ómar Ragnarsson, 22.7.2018 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband