Oftast er svalt í suðvesturhluta lægðanna.

Það breytir miklu um veðurfar hvar lægðir á mörkum hlýrra loftmassa og kaldra eru. 

Séu þær norðar en venjulega, sem kann að fara saman með mun hlýrra loftslagi á Svalbarða en áður var, ríkir svöl vestlæg átt í syðri hluta lægðanna og hlýnandi veðurfar norðvestur af Noregi veldur svalara og rakara veðri hjá okkur. 

Sú lægðirnar og brautir þeirra austur yfir hafið hins vegar sunnar og þar að auki mikil hlýindi í Skandinavíu, berst hluti af hinu hlýja skandinavíska lofti með austan- eða norðaustanátt til okkar.  

Á bloggsíðu Trausta Jónssonar í sumar hefur þetta fyrirbæri, vestanáttin raka og leiðinlega, blasað við svo vikum skiptir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband