Hjólin hafa yfirburði sakir léttleika og einfaldleika.

Ekkert farartæki kemst hvað hagkvæmni og einfaldleika í hálfkvisti við tví- eða þríhjól, sem geta skilað tveimur persónum jafn hratt eða hraðar leiðar sinnar en bílar. 

Nýjasta rafhjólabyltingin eru hjól, þar sem drægnin getur farið upp í 180 kílómetra, eða hraðinn upp í 80 km/klst, en hægt að skipta um rafhlöður á svipstundu eða hlaða þær heima hjá sér. 

Á myndunum er Niu N-GTX sem er að koma á markað með þessum eiginleikum. 

Og Honda PCX rafknúið og líka Hybrid eru væntanleg. 

Í Taipei á Taivan er búið að koma á kerfi þar sem það tekur innan við mínútu að skipta um rafhlöður á hjólum með heitinu Gogoro í ótal sjálfsölum út um allt í 350 þúsund manna höfuðborgarsvæði. 

Það gefur auga leið að á venjulegum rafbíl er engin leið að skipta út 300 kílóum eða meira. 

Meira að segja á minnsta rafbíl landsins vega rafhlöðurnar 130 kíló. 

Bíll getur farið heim undir dyr fólks með varning en rafhjól getur farið með hann upp að ísskápsdyrnum. 

Þannig mætti lengi telja. Niu N-GTX rafhjól


mbl.is Hjólar umhverfis jörðina á veltipétri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband