Norðmenn standa vörð um "menningarlandslag".

Röð sveitabæja þar sem stundaður er búskapur allt árið um kring og eigendurnir eru þar með reksturinn og fasta búsetu er dæmi um menningarlandslag, bæði í Noregi og á Íslandi. 

Í slíku landslagi eru margar helstu bókmenntir og tónlist þessara grann- og frændþjóða sprottin. 

Í Noregi eru það ekki aðeins norsku firðirnir, annað af tveimur helstu náttúruundrum Norðurlandanna, sem heilla erlenda ferðemenn, sem kynnst hafa verkum Björnsson, Hamsuns og Grieg, eða dáðst að vinningslögunum í Eurovision 1995 og síðar hjá Ryback, heldur einnig sá vettvangur stórbrotinnar menningar Norðmanna, sem landið og byggðirnar eru. 

Þetta er nefnt menningarlandslag og er ekki aðeins tekjulind fyrir ferðaþjónustuna, heldur einnig grunnur að sjálfsvitund þjóða. 

Í Noregi er í gildi ýmis konar löggjöf sem tryggir, að á mikilvægustu svæðunum sé svona menningarlandslagi viðhaldið. 

Hér á landi má bæta við því menningarlandslagi og vitnisburði um "survival" eða lífsbjörg þjóðarinnar í þúsund ár, sem felst í litlum sjávarþorpum og sjávarbyggðum landsins. 

Rétt eins og aðkomumaður vill upplifa umhverfi "Sunnudags selstúlkunnar" í Noregi, er dýrmætt fyrir hann og alla að upplifa litlar sjávarbyggðir á Íslandi. 

Ekki má gleyma þessu gildi strandveiðanna, sem hafa þurft að berjast fyrir tilveru sinni síðustu áratugina hér á andi. 


mbl.is „Eitt verður yfir alla að ganga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband