29.7.2018 | 22:34
Sviptingar í stíl janúars, en bara með 20 stigum hærri hita.
Sviptingarnar þessi dægrin í veðrinu eru slíkar, að við öllu má búast um verslunarmannahelgina.
Ég er á ferð á Brúaröræfum og í morgun var eins gott að drífa sig á lappir klukkan hálf fimm til að nýta sólarglennu, sem kom þá en stóð aðeins í tvo tíma.
Fimm mínútum eftir að ég tók síðasta myndskeiðið, var kominn norðaustan strekkingur og suddi og síðar þoka, en með 13 stiga hita i stað 3ja eins og er hér á öræfunum þegar sú vindátt nær sér á strik að sumarlagi.
Það var paufast hægt áfram í niða þoku þar til komið var yfir svonefnda Prestahæð og þá var skyndilega ekið inn í bjartviðri og þurrt og hlýtt veður með þessu líka fina útsýni yfir til Snæfells, Brúarjökuls og Kverkfjalla!
Þetta er engu lagi líkt, svona sumarsviptingar með hitametum og hverju einu!
![]() |
Lægðin sem feykti hlýjunni á leiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkv. danska jöklarannsóknamanninum, Jörgen Peder Steffensen, þá hefur hitastigið á norðurhveli jarðar síðustu 11. þús. ár verið miklu stöðugra heldur en 800 þús. árin þar á undan.
Hvers vegna? Inside the Experiment: Abrupt Change and Ice Cores
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.7.2018 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.