30.7.2018 | 21:02
Kjalölduveita á að drepa þrjá stórfossa sem þegar er búið að lama.
Þegar fólk heyrir orðið Kjaldölduveita er það engu nær. Enda er þetta heiti skyldarar dulmáli yfir heiti á virkjun heldur en heiti sem gefur einhverja hugmynd um hvað er á seyði.
Það á nefnilega ekki að virkja neina Kjalöldu eða veita neinu vatni úr Kjalöldu eitt eða neitt, heldur er þetta í raun heiti á virkjun þriggja af tólf stórfossum landsins, Gljúfurleitafossi, Dynk og Kjálkaversfossi.
Leitun er að annari eins fossaröð á Norðurlöndum og eins ólíkum fossum.
Gljúfurleitafoss, sem neðstur er, er jafnoki Gullfoss að afli og stærð og orkar sterkt á þá fáu sem hafa komist í návigi við hann.
Eftir meira en tuttugu ára feluleik með það sem gert hefur verið á hlut þessara fossa, blasir við, að búið er með Kvíslaveitu að taka 40 prósent af afli þeirra af þeim.
Þegar ég gerði sjónvarpsmynd, þar sem fjallað var stuttlega um þá, fékk ég þær upplýsingar hjá Landsvirkjun, að aðeins um 10-15 próent af afli Þjórsár hefði hægt en örugglega verið tekið af henni með Kvíslavieitu númer 1 til 5, sem tekur afl þveráa Þjórsár af henni veitir yfir í virkjanirnar í Tungnaá.
Þessu laug ég í góðri trú, því að það er aðeins allra síðustu ár sem hinu sanna hefur verið játað.
Ég tel Dynk hafa verið flottasta stórfoss Íslaands meðan hann fékk að njota alls afls Þjórsár og þveráa hennar.
Samlíking við Samson hinn sterka hefur verið nærtæk, - yfir tugur fossa í einu fossstæði á fullu afli var eins og risavaxið hár.
Með því að ræna Dynk hári sínu eins mjög og gert er fram eftir sumri er verið að gera það sama við hann og þegar hárið var skorið af Samson, og hann sviptur afli sínu.
Hann likist frekar aumingja en kraftajötni snemmsumars.
Enn hafa virkjanamenn ekki gefið Þjórsárfossavirkjun, sem væri réttnefni Kjalölduveitu, upp á bátinn og þar með draum þeirra um að stúta þessum fossum endanlega.
Enn er, þrátt fyrir ætlun um að stækka friðland Þjórsárvera, því haldið inni að lauma Þjórsár allri yfir í Þórisvatn.
Árum saman sýndi ég og greindi frá hinni dásamlegu Kvíslaveitu, hverjum áfanganum af fætur öðrum, með glýju í augum, og var leyndur hinu sanna um eðli málsins allan tímann.
Hafður að fífli. Og þarlmeð þjóðin öll, því að aðrir fjölluðu ekki um þetta. Á meðan Þjórsárver og Norðlingaölduveita voru í umræðunni var ég einn um það að minnast á fossana.
Um þá ríkti þögn að öðru leyti. 1999 var þess krafist að ég yrði rekinn af einfaldri ástæöu. Úr því að allir aðrir þegðu um þetta hlyti það að vera óeðlilegt að birta myndir af virkjanasvæðum og hafa fyrir því að fara á þau til upplýsingaöflunar.
Ferð um fossaslóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.