Konur á barneignaaldri vantar. Þjóðgarðar= börn, framtíð.

Snæfellsjökulsþjóðgarður skapar 3,8 milljarða tekjur á ári, og af þeirri fjárhæð fara 1,9 milljarðar beint inn til byggðarinnar þar. 

Þjóðgarðurinn skapar mörg störf fyrir konur á barneignaaldri. Þær skipta mörgum tugum meðal starsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs. 

Í árneshreppi eru aðeins fjórar. Það er óeðlilega lítið miðað við 50 skrásetta íbúa. 

Þjóðgarður innan vébanda Árneshrepps myndi að vísu ekki skapa svo miklar tekjur og mörg störf fyrir konur á barneignaaldri, en það er þó hátíð miðað við það að fyrirhuguð Hvalárvirkjun skapar ekkert starf yfir höfuð til framtíðar. 

Án víðernanna, sem yrðu syðsti hluti Norðurstrandaþjóðgarðs verður gildi þjóðgarðs á norðanverðum ströndum svipt þeim náttúruverðmætum, sem gæfi slíkum þjóðgarði svipað gildi og Vatnajökulsþjóðgarður hefur. 

Virkjanaframkvæmdir mun skapa nokkra tugi tímabundinna starfa í 3-4 ár. Eitthvað fé mun renna til íbúanna en síðan ekki söguna meir. 

Í gildi verður erlenda orðtakið "take the money and run" á kostnað allra komandi kynslóða. 

Því að eftir að virkjunin hefur verið næstun tvöfölduð frá fyrri áförmum, verða fimm stíflugarðar, allt að 33ja metra háir, ekki fjarlægðir. 

 

 

 

 

 


mbl.is Aðeins einn nemandi eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband