9.8.2018 | 23:55
"Gamla gufan" fallin í gleymsku og dá."
Þegar Ríkisútvarpið sendi aðeins út á langbylgju á 209 var þessi eina rás kölluð "Gamla gufan."
Með FM byltingunni og fjölgun rása hefur það gleymst hve mikið öryggistæki langbylgjutæki getur verið.
Enn eru stór svæði á landinu án útsendingar frá FM-sendum á sama tíma sem langbylgjan heyrist um allt land og langt út á miðin.
Sú afsökun að langbylgjutæki séu ekki til sölu á markaðnum og séu alltof dýr á sér ekki stoð.
Ég hef alla tíð geta fengið keypt slík tæki fyrir viðráðanlegt verð, það síðasta fyrir aðeins rúmu ári eftir að hið fjörgamla góða tæki mitt skemmdist á ferðalagi.
Hið nýja tæki er handhægt, með ágætu loftneti og fjórum bylgjum, bæði hægt að knýja það með rafhlöðum og tengingu í rafmagnsdós.
Allir ættu að eiga batteríisútvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.