Íslenskur fararstjóri afsakaður með "kunnáttuleysi og vanþekkingu"?

Það hefur löngum verið viðkvæðið í fréttum af umhverfisspjöllum vegna utanvegaaksturs að um útlendinga væri að ræða, sem afsökuðu sig með því að hafa ekki vitað hvaða reglur giltu um slíkt. 

Afar þægilegt fyrir okkur Íslendinga að geta afgreitt svona mál á jafn einfaldan hátt og jafnframt viðhaldið alhæfingum á þessu sviði sem öðrum. 

Þess vegna sperrast eyrun þegar allt í einu vitnast, að "íslenskur fararstjóri" hafi ráðið för í nýjasta málinu og hann jafnframt látinn falla undir afsökunina um "vanþekkingu og kunnáttuleysi." 


mbl.is Íslenskur fararstjóri sektaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Önnur afsökun sem maður heyrir líka er "...þetta hverfur hvort sem er svo fljótt".

Mér finnst það ekki skárra.

Magnús (IP-tala skráð) 23.8.2018 kl. 14:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Giljalanda jeppaþjóðgarðinum í Ameríku er þetta einfalt: Ef allir 700 þúsund gestirnir á ári fá að spóla hvar og hvenær sem þeim sýnist verður allsherjar eyðilegging á gildi garðsins. 

Ómar Ragnarsson, 23.8.2018 kl. 14:53

3 identicon

Frekja og agaleysi eins og einkennir ísl. pólitík og rekstur ríkisstofnana.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2018 kl. 15:04

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hver sem er getur selt sig út sem "fararstjóra" eða "leiðsögumann".  Félag leiðsögumanna, með vel menntuðum og skóluðum félagsmönnum í faginu hafa ekki fengið leyfi fyrir löggildingu.

Kolbrún Hilmars, 23.8.2018 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband