Áhrifamikill en mistækur.

John McCain var áhrifamikill stjórnmálamaður, en mistækur. Aðal aðdráttarafl hans gagnvart kjósendum var, að hann gegndi herþjónustu án undanbragða, algerlega gagnstætt því sem Donald Trump gerði. 

Í ofanálag var McCain árum saman í fangelsi í Víetnam og enginn efaðist um vilja hans til að fórna sér fyrir málstað lands síns. 

Ég var í Bandaríkjunum 2008 þegar kosningabarátta McCain við Barack Obama var að bresta á af fullum þunga. 

Hár aldur McCain var honum erfiður ljár í þúfu gagnvart hinu unga og fríska forsetaefni Demókrata og það hefur líklega verið aðal ástæðan til þess að hann valdi tiltölulega unga og flotta konu, Söru Pahlin,sem varaforsetaefni.

Þetta átti einnig að gulltryggja fylgi hægri arms Repúblikana. 

Þetta misókst hrapallega og það var bókstaflega ömurlegt að horfa upp á endemis lélega frammistöðu Pahlin. 

Dan Quayle hér um árið fölnaði í samanburðinum. 

Það eina sem McCain virtist læra á þessu var eindregin andstaða hans við Donald Trump, ekki aðeins varðandi ólíkrar sýnar þeirra á utanríkismál, heldur ekki síður, að fáfræði, aulaháttur og eindæma sjálfumgleði Donalds Trumps hefur farið fram úr kjánaskap Pahlin, sem varð McCain svo dýrkeyptur. 

Ef nokkur þekkti þetta fyrirbæri vel, var það John McCain. 


mbl.is John McCain látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

"..... að fáfræði, aulaháttur og eindæma sjálfumgleði Donalds Trumps hefur farið fram úr kjánaskap Pahlin...... "

Ómar for President!

Halldór Jónsson, 26.8.2018 kl. 18:18

2 identicon

"Fáfræði, aulaháttur og sjálfumgleði" stuðningsmanna Trump's á skerinu er að verða all aumkunarverð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2018 kl. 20:28

3 identicon

Ég sá einu sinni bíómynd sem heitir Forest Gump.En þessi Forest, líkt og þú var alltaf miðpunkturinn  þegar heimsviðburðir áttu sér stað og var ótæmandi viskubrunnur um málefni líðandi stundar. 

Ómar for President! 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.8.2018 kl. 21:45

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Listinn lengist sífellt hjá Trump.

Segir í ræðu um allt of mikla BMW eign landa sinna: "Hver á ekki BMW?" Og vill knésetja þennan framleiðanda, sem er með stærstu BMW-verksmiðju í heiminum í ríkinu, sem hann heldur ræðuna í. Og veit greinilega ekki að BMW og Benz standa fyrir 1,8 milljón bíla útflutningi árlega á bílum með þessum merkjum. sem eru framleiddir í Bandaríkjunum og efla útflutningstekjur Bandaríkjamanna. 

Stendur í ströngu við að stöðva olíuútflutning Írana en veit ekki, að með því hækkar hann olíuverð á heimsmarkaði. 

Boðaði áður, að myndi skipa svo fyrir að eldsneytisverðið lækkaði. Þegar Trump er annars vegar gilda ekki efnahagslögmál um framboð og eftispurn. 

Segir að Bandaríkin muni hrynja ef hann gegni ekki embættinu. 

Sagði að hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungnum hefði verið sá mest í nútímasögu Bandaríkjanna. Varð raunar hærri 2014. 

Sagði að miklu fleiri hefðu verið viðstaddir embættistöku hans en Obama. Hundruð milljóna sjónvarpsáhorfenda sáu að vísu anna. 

Sagði að enginn forseti Bandaríkjanna úr röðum repúblikana hefði verið vinsælli en hann. Lumar sennilega á niðurstöðum skoðanakammama frá tímum Lincolns. 

O.s.frv...  o. s. frv...

"Ómar for president!" ? Ég fæ ekki séð að nokkur eigi möguleika i að toppa Trump. 

Ómar Ragnarsson, 26.8.2018 kl. 21:55

5 identicon

Sæll Ómar.

"I´m glad I fought for you! Anytime my friend!!"

Gleymt er þá gleypt er.

Húsari. (IP-tala skráð) 26.8.2018 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband