27.8.2018 | 18:01
Hvað næst? Að jólin byrji um versló með jólaklósetti?
"Við erum að reyna að ná forskoti á keppinautana" segir talsmaður Costco þegar hann er spurður um ástæðu þess að jólin séu hafin þar með tilheyrandi skreytingum og hverju eina í ágúst, fjórum mánuðum fyrir aðfangadag.
"Jólaskuldir endast fram í mars" var ein setningin í laginu "Þá eru að koma jól", og var þá átt við sérstök jólagjafalán á kreditkortum.
Úr því að ágúst er á leið að verða jólamánuði virðast aðeins vera eftir rúmir fjórir mánuðir af árinu meeð sæmilegum friði fyrir jólasamkeppninni eða jólakapphlaupinu.
"Er ekki tími til kominn að tengja?" og brúa bilið yfir sumarið, til dæmis með því að láta "júlísveina" koma til byggða í júlí til að auka jólaverslunina svo um muni og auglýsa "jóla þetta" og "jóla hitt" stanslaust allt árið?
P.S. Í athugasemd, sem nú er komin við þennan pistil, er greint frá því að fyrir löngu sé komin jólaklósettskreyting á Amazon. Og í svari við þessari athugasemd er því þessi vísa:
Jólaklósett komið er
að kæta mannabólin.
Hve gleðilegt og gott er hér
að gefa skít í jólin!
Jólin eru komin í verslun Costco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Amazon er löngu byrjað og selja m.a. jólaklósettskreytingu
https://www.amazon.com/D-FantiX-Toilet-Christmas-Decorations-Bathroom/dp/B01IP5NBG6/ref=sr_1_10?ie=UTF8&qid=1535397983&sr=8-10&keywords=christmas+decorations
Grímur (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 19:30
Jólaklósett komið er
að kæta mannabólin.
Gleðilegt og gott er hér
að gefa skít í jólin.
Ómar Ragnarsson, 27.8.2018 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.