Útsendari Grænlandsjökuls í heimsókn.

Nokkuð hefur verið um tilkynningar um borgarísjaka við landið í vor og sumar. Einhverjir kunna að álykta, að þetta tákni kólnandi loftslag á jörðinni, en stórir borgarísjakar eru einfaldlaga til komnir vegna þess, að risastór stykki hafa brotnað framan af skriðjöklum úr Grænlandsjökli, sem falla í sjó fram á austurströnd Grænlands fyrir norðan Ísland. 

Borgarísjakarnir segja því út af fyrir sig ekkert um útbreiðslu hafíss í Íshafinu. 

90 prósent af rúmmáli íss á floti er fyrir neðan sjávarmál, svo að það þarf að margfalda með tíu til að giska á heildarstærð svona flykkis. 

Þess ber að gæta að austasti hluti Grænlands nær austar en Ísland, og að þetta risastóra eyland fyrir vestan okkur nær allt í senn, sunnar, vestar, norðar og austar en Ísland. 


mbl.is „Þetta er náttúrulega ógurlega stórt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband