Makríllinn á förum, forsmekkur af því sem spáð var?

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að makríllinn sé að færa sig í stórum stíl af Íslandsmiðum austur á Noregsmið. 

Eina skýringin, sem hugsanleg er talin, er sú, að sjórinn fyrir suðvestan Ísland hafi verið óvenju svalur undanfarin misseri. 

En hvers vegna er þessi svali bæði í sjónum sjálfum og þar með einnig í vindum, sem yfir hann blása úr vestlægum áttum. 

Beinast liggur við að huga að gífurlegu streymi kalds og hreins bráðnunarvatns úr Grænlandsjökli og Vatnajökli. 

Grænlandsjökull er reyndar 200 sinnum stærri að flatarmáli og líkast til 2000 sinnum stærri að rúmmáli. 

Þegar leysingavatnið, sem er rétt ofan við frostmark, streymir út á hafið, er hið hreina vatn léttara en saltur sjórinn, sem Golfstraumurinn flytur úr suðri, og því flýtur því ofan á og veldur því að vindur, sem streymir yfir það, verður kaldari en ella. 

Og Golfstraumurinn sekkur niður sunnar og austar en áður var. 

Ofangreint er kenning, sem sett var fram fyrir aldarfjórðungi og hefur síðan lifað í flestum alþjóðlegum tölvulíkönum um hlýnun lofthjúps jarðar. 

Fyrir suðvestan Ísland hefur mátt sjá einn af þremur "kuldapollum" jarðar.  

Flótti makrílsins til austurs rímar ágætlega við þessa spá. 

Þetta er smá bakslag fyrir þá Íslendinga, sem fagnað hafa hlýnun lofthjúps jarðar á þeim forsendum að makríll og fleira í lífríki lands og sjávar, sæki norður til okkar, til mikils hagnaðar fyrir þjóðarbúið. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni og sjá hver útkoman verður til lengri tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar fyrst þá er Makríllinn ekki að fara til Noregs heldur er hann það hinsvegar þá er hann í þéttari torfum þar. Makríllin ferðast eftir eigin geðþótta og við ráðum ekki við það.

Númer eitt og tvö þá á að veiða hann eins mikið og við getum því annars deyr hann sjálfur í sjónum. eins og allir fiskar. 

Jöklar brána ekki eingöngu út af lofthita heldur frá hita sem myndast undir þeim bæði út af þunga þeirra og eldvirkni sem er mis mikill en þeir bráðna í kulda út að sólargeislum sem er mismikill eftir árum og ef ég man rétt á eru tíu ár á milli.  

Vona að þú sért ekki búinn að gleyma öllum jökulhlaupunum sem þú hefir flogið yfir og myndað ásamt að lýsa þeim vel í fréttamiðlum það mátt þú eiga. 

Valdimar Samúelsson, 3.9.2018 kl. 09:40

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það eru háloftakuldar - sem virðast orsakavaldurinn. Kildi fer ekki "uppí móti" kuldi "dettur niður" - kalt loft er þyngra.  Ég sé þetta svona: Háloftakulldar vestan Grænlands í vor og sumar - "duttu niður"  ofan í "skurðinn vestan Grænlands (milli Grænlands og Nýfundnalands) - þessi kuldi kemst ekkert úr "skurðinum" nema suður með Grænlandi og svo "upp með Grænlandi" austanmegin.  Þessi kuldi kælir yfirborð sjávar - Meiri kuldar - vestan Grænlands eru tæplega að orsaka "meiri bráðnun Grærnlandsjökuls"....

Makrílstofninn er lögnu orðinn of stór - eins og fleiri fiskistofnar sem eru vanveiddir.... Norski fiskifræðingurinn Jens Christian Holst hefur haldið því fram í nokkur ár - að allt of lítið sé veitt af makríl, - makrílstofninn sé 6-7 sinnum stærri en ICES (Alþjóða hafrannsóknarráðið) vill viðurkenna.     http://www.pelagisk.net/media/fm/4sqEcuDPXT.pdf     

ICES er einn af síðustu "alþjóðlegu einokunarklúbbum" sem fyrirfinnast.  Það sem vantar er samkeppni - frjáls samkeppni - um túlkun rannsóknarganga í hafrannsóknum.     Framþróun í heiminum er hröðust - þar sem samkeppni fær að ríkja í vísindum - eins og t.d. læknisfræði lyfjaiðnaði o.fl.   Einokunarklúbbum á sviði læknisfræði hefur löngu verið lokað.

Til viðbótar má segja a- Stalín hafi aldrei verið svo galinn - að fara með áætlanabúskapinn niður fyrir yfirborð sjávar.  Úr því áætlanabúskaður Stalíns gekk ekki á þurru landi - af hverju ætti það þá að ganga í hafinu - margfallt stærra svæði -  undir ofstjórn ICES - versta alþjóðlega einokunaklúbb nútímasögunnar

Kristinn Pétursson, 3.9.2018 kl. 11:21

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar minn nú ert þú heimaskíts mát. Þú varst með smá fake news hér að ofan og ef einhver er til þá treysti ég Kristni Péturssyni best allra um sjávarútvegs mál.

Valdimar Samúelsson, 3.9.2018 kl. 12:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt að Kristinn kemur oft með athyglisvera punkta og sýn á ýmsar hliðar sjávarútvegsmála en það er ansi billegt "að taka Trump á" það sem vísindasamfélagið hefur sett fram í aldarfjórðung um hlýnun lofthjúps jarðar. 

Það þýðir til dæmis það að kenning danskra vísindamanna, sem komu fram með fyrrnefnda spá um staðbundinn kulapoll á Norður-Atlantshafinu í sjónvarpsþættinum "Hið kalda hjarta hafanna" sem ég þýddi og staðfærði jók talverðu við og færði til íslensks sjónarhóls 1997, og bæði forseti Íslands og forsætisráðherra ræddu um í nýjársávörpum sínum, - að allt hafi þetta verið "fake news." 

Og þar með allar spár síðan um hlýnunina síðan. 

Ómar Ragnarsson, 3.9.2018 kl. 14:05

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ómar talar um vatn. Kristinn talar um loft. Þá er sumsé kannski byrjunin að halda sig við sömu höfuðskepnuna. Kalt vatn, og loft, sígur niður, en heitt stígur upp. Salt vatn er síðan þyngra en ósalt. Ekki er ég efnafræðingur en ég reikna ekki með að það sé mjög erfitt að reikna út hvort kenning Ómars er rétt. Er það ekki ágætt næsta skref, að átta sig á því?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.9.2018 kl. 16:06

6 identicon

Það er nú ekkert svo langt síðan að makríllinn fór að veiðast hér á Íslandi. Þegar hann var ekki hér, var þá sjórinn óvenjulega kaldur eða hefur hann verið  óvenjulega hlýr undanfarin ár? Spyr sá sem ekki veit?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.9.2018 kl. 19:36

7 identicon

Sæll Ómar.

Makríllinn lætur ekki bjóða sér hvað sem er eða öllu heldur ekkert.
Þykkjuþungur og stefnufastur smó hann hafdjúpin sem lengst í burtu frá
því landi sem mat hann einskis og vildi ekkert hafa með hann að gera.

Um geðslag fiska má lesa í Dýraverndaranum ef ég man rétt.

Húsari. (IP-tala skráð) 3.9.2018 kl. 20:00

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kenningin um ferskt vatn og salt er ekki mín hugarsmíð, heldur benti sonur minn, Ragnar, mér á þegar hann var við nám við Háskólann í Horsens, að danska sjónvarpið hefði sýnt stórmerkilegan þátt um áhrif mikils flæðis á köldu, fersku vatni frá bráðnandi jöklum út í saltan sjó. 

Ég fékk að taka þennan þátt til sýningar í Sjónvarpinu með því að gera hann dansk-íslenskan með viðtölum við íslenska vísindamenn og myndum af íslenskum aðstæðum.

Ómar Ragnarsson, 3.9.2018 kl. 21:13

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst ákaflega líklegt að þessi kenning sé rétt. Eflaust eitthvert varmafræðilegt/efnafræðilegt lögmál þarna að baki. Í það minnsta vitum við að a) kalt leitar niður og heitt upp og b) salt vatn er þyngra en ósalt. Svo er bara spurning hvernig þetta spilar saman.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.9.2018 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband