"Hann getur hlaupið, en..."

Tvö af þekktum tilsvörum Joe Louis, heimsmeistara í þungavigt í hnefaleikum 1937-1949, hafa ekki aðeins verið höfð eftir honum, heldur líka sögð aftur. 

Hann háði mjög erfiðan og tvísýnan bardaga við léttþungavigtarmanninn Billy Conn 1942 og var spurður fyrir bardagann, hvað hann ætlaði að taka til bragðs gegn þeim yfirburðum, sem Conn hefði varðandi hraða og fótafimi.

Louis svaraði: "Ég veit hann getur hlaupið í hringnum en hann getur ekki falið sig."

Í ljós kom að sökum hraða síns var Conn yfir á stigum í 13. lotu, en ofmetnaðist og Louis rotaði hann. 

Í síðasta bardaga sínum, við Rocky Marciano, skíttapaði Louis og Rocky gekk frá honum með rothöggi. 

Kona Joe spurði eftir bardagann: "Hvað gerðist?"

Joe svaraði: "Elskan, ég gleymdi að beygja mig."

Þrjátíu árum seinna varð Ronald Reagan Bandaríkjaforseti fyrir skotárás og var hætt kominn. 

Þegar Nancy kom að heimsækja hann á spítalann, spurði hún. 

"Hvað gerðist?"

Hann svaraði: "Elskan, ég gleymdi að beygja mig."

 


mbl.is „Þú getur ekki falið þig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband