4.9.2018 | 00:41
Mannslífið er dýrt.
Fyrir rúmlega tuttugu árum var reynt að leggja peningalegt mat á það hve dýrt eitt ótímabært dauðsfall, eins og það er skilgreint, gæti verið.
Mig minnir að á núvirði hefði virðið að meðaltali skagað hátt í milljarð króna. Er þá aðeins tekinn hrátt peningalegt tjón, en ekki reynt að leggja mat á þjáningar og áhrif á aðra.
Af þessu sést hve mikið er í húfi og hafa verður það í huga, að í ljós hefur komið, að vegna of lítils viðbúnaðar er veruleg hætta á að tjón vegna slysa verði mun meira en annars hefði orðið.
Fleira en bætta sjúkraflutningaþjónustu má nefna. Þannig sker í augu eftir ferð á tvöfaldri hraðbraut á Spáni af svipaðri stærð og sá hluti Reykjanesbrautar, sem er tvöfaldur, að tryggilegar varnir eru gegn því að bílar geti brunað stjórnlaust yfir auða svæðið á milli gagnstæðra aukbrauta með því að hafa sterkt vegrið sem hamlar gegn slíku slysi.
En á stórum hluta Reykjanesbrautar eru hins vegar ekkert slíkt rið.
Hörmulegt banaslys á Hafnarfjarðarvegi á fyrsta áratug aldarinnar, sem hefði mátt koma í veg fyrir með vegriði, vakti að vísu umræðu um fánýti þess að vera að spara fé við gerð slíkra vegriða, og því ætti að huga vel að því að bæta hér úr.
Mikilvægt að auka sjúkraflutninga með þyrlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þörf upprifjun Ómar. Það hefur sýnst sig hérlendis að séu aksturstefnurnar aðskildar þá fækkar slysunum stórlega. Að vinna ekki að því með einbeittum hætti er ömurlegt slugs og ræfildómur sem er okkur til skammar í ljósi þess hvað er í húfi.
Halldór Jónsson, 4.9.2018 kl. 08:58
Takk, Halldór.
Ómar Ragnarsson, 4.9.2018 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.