Burtséð frá loftslagsmálum eru orkuskiptin nauðsynleg.

Merkilegt er að sjá andófið gegn því að leggja niður gjaldeyriskrefjandi kaup á jarðefniseldsneyti og taka upp á okkar eigin orkugjöfum. 

Margir af þeim, sem hamast gegn þessum orkuskiptum segjast vera eindregnir baráttumenn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. 

En varla er hægt að hugsa sér meira sjálfstæðismál en að taka fagnandi við nýrri og batnandi tækni, sem gerir okkur kleyft að nýta einstæða stöðu Íslands á orkusviðinu. 

Í ofanálag við þetta er þróunin í vinnslu jarðefnaeldsneytisi á eina lund: Það verður æ dýrara og erfiðara að finna og nýta nýjar olíulindir í stað þeirra sem eru nýttar með rányrkju. 

Það sem verið er að boða núna er hliðstætt því þegar við hættum að kynda húsin okkar upp með kolum og olíu á síðustu öld og tókum jarðvarma í notkun í staðinn. 


mbl.is Stefna að bensín- og dísilbílabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vandamálið eins og ég sé það er að því er ekki leyft að gerast sjálfkrafa.  Heldur á að gera þetta með þvingunum og valdboði, á okkar kostnað.

Því minna sem þú hefur á milli handanna, því meira kosta orkuskiftin þig.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2018 kl. 15:30

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Margir kaupa aldrei nýrri bíla 3-4 ára, eldri rafbílar eru ekki kostur fyrir þetta fólk, þar sem rafhlöður slappast með aldrinum. Rýkisvaldið ætti fremur að styrkja umskipti á rafhlöðum í eldri rafbílum svo þeir verði gjaldgengir og fýsilegur kostur hjá þeim sem ekki vilja hafa fjármagn bundið í nýjum ökutækjum

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.9.2018 kl. 16:00

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hið opinbera hjá ríki og sveitarfélögum notaði "valdboð" á árunum í kringum 1980 til þess að fjármagna orkuskiptin úr kolum og olíu yfir í hitaveitur. 

Það gerðist einfaldlega ekki af sjálfu sér. 

Ómar Ragnarsson, 10.9.2018 kl. 18:47

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ég get vel réttlætt orkuskiptin en ekki á kostnað loftslagsbreytinga. Hér er ekkert talað um Methan gas sem kost fyrir eldri bíla en það er augljóst að þessi ríkisstjórn er að koma nöfnum sínum á blað sem fyrsta þjóð sem bannar jarðefnaeldsneyti og fyrsta sem skipar fólki að rafbílavæðast.

Valdimar Samúelsson, 10.9.2018 kl. 19:59

5 identicon

Þessi vesæla ríkisstjórn bannar ekki eitt eða neitt, enda þessar áætlarnir fyrir 2030+ marklausar. Mætti hinsvegar afbanna lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og það strax. En það leyfir Bjarni ekki. Sýndarmennska Kötu sem er ráðþrota með öllu og að gefast upp. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 20:15

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Heilir og sælir,það eru svo miklar framfarir í rafgeymaframleiðslu, að það er betra að flýta sér hægt.

slóð

Hver er svo spakur að geta sagt okkur hvort þessir nýju geymar eru jafn góðir og ál efnarafallinn, sem Björn Kristinnsson, sagði okkur frá, 03.06.2001. Var efnarafallinn keyptur, af olíufélögunum, til að taka efnarafalinn af markaði?

Jónas Gunnlaugsson | 21. apríl 2017

Hver er svo spakur að geta sagt okkur hvort þessir nýju geymar eru jafn góðir og efnarafallinn, sem Björn Kristinnsson, sagði okkur frá, 03.06.2001 Efnarafall http://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/entry/1225726/ 000 Ál er fullt af efnaorku, segir Björn

slóð

Efnarafall

Jónas Gunnlaugsson | 28. febrúar 2012

Börn niður í fjögra ára í cobalt námuvinnslu í Kongó þola ómældar þjáningar, til að við getum keyrt rafmagnsbíla. Aðstæður fólksins eru skelfilegar í niður níddum cobalt námum í Kongó. Hvers vegna notum við ekki ál efnarafalinn?*

Jónas Gunnlaugsson | 22. júlí 2018

Börn niður í fjögra ára í cobalt námuvinnslu í Kongó þola ómældar þjáningar, til að við getum keyrt rafmagnsbíla. Aðstæður fólksins eru skelfilegar í niður níddum cobalt námum í Kongó Sky News rannsökuðu námur í Katanga og fundu börnin, Dorsen 8 ára og

Það er fullt af flottum lausnum, og ekki síst í mengunarlitlum olíu og bensí bílum.bílum.

Egilsstaðir, 10.ö9.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.9.2018 kl. 20:48

7 identicon

Þessi "aluminium-air-fuel cell" frá Trimol Group reyndist tálsýn. Björn var of fljótur á sér. Það er ekki fullt af "flottum" lausnum í olíu og bensín bílum, sem hafa aldrei verið "mengunarlitlir" né verða það. Þessvegna, nákvæmlega þessvegna er verið að hanna rafmagns- og vetnis farartæki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 21:08

8 identicon

Sæll Ómar. Eiga þrælarnir á Íslandseyjunni að kaupa vistvæna og okurdýra orku frá Bretlandi í gegnum sæstreng frá Íslandi, á bílana sem þeir munu ekki hafa kaupmátt til að eignast?

Í dag er okkur sagt að 87% raforku á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi?

Hvaða leikrit er verið að fjölmiðla-blekkingamatreiða og troða ómeltanlegu ofan í svikinn og marg banka/lífeyrissjóða rændan almenning á Íslandi?

Það er ekki orð að marka fjölmiðla á Íslandi, frekar en svo víða annarsstaðar í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2018 kl. 22:29

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú er Ómar á móti öllum virkjunum vatnsfalla. Hvar ætlar hann að fá allt þetta rafmagn til orkuskiptanna? Kaupa það frá Bretlandi í gegn um sæstrenginn? Byggja Thoríumver á Skeiðarársandi?

Halldór Jónsson, 11.9.2018 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband