14.9.2018 | 11:59
Flokkadrættir um mál, sem krefst fyllstu athygli.
"Er það nokkuð frekar nauðsynlegt að innleiða 3. orkupakka ESB hér á landi en að innleiða viðamikla tilskipun um járnbrautarlestir?" spurði Jón Baldvin Hannibalsson í spjalli á Hringbraut.
Í spurningu Jóns felst mótsögnin í þessu máli.
Annars vegar er sagt að engin þörf sé á innleiðingu pakkans vegna þess að hann eigi hvort eð er ekki við á méðan Ísland sé ekki tengt inn í orkunet Evrópu. Sem sagt: Nei.
Hins vegar er sagt, að vegna þess að við séum ekki tengd við orkunetið, sé það bara allt í lagi að lögleiða orkupakkann og halda okkur þannig inni í EES-ferli, sem hafi reynst okkur vel. Sem sagt: Já.
Athyglisverðir flokkadrættir og skiptar skoðanir eiga sér stað innan stjórnmálaflokkanna um málið.
Í ljósi þess að yfirlýsingar ráðamanna um að sæstrengur muni koma er nauðsynlegt að sýnd verði alúð og framsýni við að skoða málið eins vel fram í tímann og unnt er, að stilla upp mismunandi sviðsmyndum.
Þriðji orkupakkinn í febrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri lélegt af þér, Ómar, að taka þátt í því með flokki þínum Samfylkingunni að vinna að því að þessi Þriðji orkumálapakki ESB yrði innleiddur hér sem lög. Það yrði skeinuhætt fullveldi landsins og þung byrði á þjóðinni -- og á þínu orðspori eftir á), eins og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfrælðingur hefur bezt manna sýnt fram á, en margir aðrir verkfræðingar o.fl. með honum. Sbr. t.d. þessar greinar Bjarna:
Jón Valur Jensson, 14.9.2018 kl. 14:07
Með því að samþykkja orkupakkann er verið að opna ESB enn eina leiðina inn að grunni íslensks samfélags og leggja þar með grunn að innlimun okkar inn í það skrímsli sem ESB er.
ESB hefur ekkert með okkar orkumál að gera og eiga ekki að koma nálægt þeim. Ljóst er að með því að samþykkja téðan pakka erum við að afhenda ESB ákvörðunarvald yfir orkumálum okkar. Þeir gefa sér að hafa lokaorðið ef ágreiningur kemur upp á milli íslenskra stjórnvalda og alræðisstjórnar Evrópusambandsins.
EES er að verða okkur fótakefli til hrösunar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.9.2018 kl. 16:12
Ísland verður að gerast meðlimur EU, okkar greiðasta, ef ekki eina leiðin til að komast hjá því að verða aftur þrotaríki, "failed state." Erum þegar eitt af spilltustu löndum Evrópu. Margir hafa ekki enn áttað sig á þessari þróun né vilja viðurkenna hana. Því veldur m.a. góðærið, þjónustan við ferðamenn, sem er á sinn hátt Potemkin tjald spillingarinnar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2018 kl. 17:08
... segir ESB-snatinn Haukur Kristinsson, sem hvergi er hægt að sjá mynd af.
Jón Valur Jensson, 15.9.2018 kl. 00:43
Rétt hjá Hauki (hver sem hann er..). Ísland verður komast út úr moldarkofunum aftur og taka á mölbrotnu efnahagsástandinu á þessari eyju, koma glæpahyskinu og afskriftarkónginum úr fjármálaráðuneytinu þar sem einungis er stunduð fyrirgreiðslupólitík og frændhygli, laga vaxtaumhverfið, laga ónýtt heilbrigðiskerfið, endurreisa löggæslu og styðja við dauðvona aldraða og öryrkja. - Man kjaftaskurinn og sjálfhverfisjúklingurinn JVJ eftir einhverju meiru ?? - Eðlilega ekki, því honum er nokk sama. - "Follower" hermdarverkamanna Íslands, falsguð og rassasleikja, í orði og æði.
Már Elíson, 16.9.2018 kl. 13:28
Smámennið Már Elíson er hatursmaður minn og níðhöggur, eins og hér blasir við.
Jón Valur Jensson, 16.9.2018 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.