Gegnsýrt af virkjanahugsun að láta túrbínustærð ráða mati.

Enn er val orða og túlkun hugtaka gegnsýrð af hugsun virkjanafíkla á mörgum sviðum hér á landi. 

Virkjanahugmyndir í rammaáætlun eru þannig nefndar nöfnum, sem eru leiðandi: Orkunýtingarflokkkur, verndarflokkur og biðflokkur. 

Með því er því stillt upp að nýting og penningalegur hagnaður geti aðeins falist í virkjun en ekki í vernd. 

Gullfoss og þar með vatnasviðið ofan hans eru gott dæmi um það, að með vernd geti fengist meiri fáist peningalegur hagnaður en með virkjunum.

"Það er nefnilega vitlaust gefið´" orti Steinnn Steinarr. 

Réttara væri að flokkarnir þrír hétu virkjananýtingarflokkur, verndarnýtingarflokkur og biðflokkur, - eða - bara einfaldlega: 

Virkjanaflokkur, verndarflokkur og biðflokkur. 

Nú hrúgast upp hugmyndir um 9,9 megavatta virkjanir, alls 55 stykki. 

Reynslan af virkjunum eins og Múlavirkjun og Fjarðarárvirkjun sýnir, að virkjanamenn komast upp með að reisa stærri virkjanir en leyfilegt var. 

Þess vegna gætu 55 virkjanir sem á pappírnum eiga að vera 9,9 megavött, orðið samtals 700 megavött, eða jafnstórar og Kárahnjúkavirkjun, en samt komist alveg hjá því að fara í mat á umhverfisáhrifum. 

Það er auðvitað fáránlegt að flokka umhverfisáhrif virkjana eftir túrbínustærð. 

Álíka fráleitt og að flokka túrbínugerðir eftir umhverfisáhrifum virkjananna, sem þær eru í. 

9,9 megavatta virkjun getur auðveldlega valdið miklu meiri umhverfisáhrifum heldur en 30 megavatta virkjun. 

Síðan er auðvelt að fela eðli virkjana með því að nefna þær nöfnum, sem segja nákvæmlega ekkert um þær. 

Gott dæmi er fyrirhuguð virkjun þriggja stórfossa efst í Þjórsá, sem nefnd er Kjalölduveita og var áður nefnd Norðlingaölduveita. 

En auðvitað er alls ekki verið að virkja malaröldurnar Kjalöldu eða Norðlingaöldu. 

Slík virkjun á að sjálfsögðu að vera nefnd eftir stórfossunum þremur, sem ein og sama virkjunin á að drepa, Þjórsárfossavirkjun, rétt eins og að Einar Ben nefndi Urriðafossvirkjun eftir fossinum, sem átti að virkja, en ekki eftir Þjórsárholti, sem fyrirhuguð fallgöng verða í. 


mbl.is Leggja til friðlýsingu þriggja svæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband