Nýja Bjallan var Golf í dulargervi.

Volkswagen-Bjallan var 20. aldar bíll. Hún var framleidd frá 1945-20003Framleiðslu hennar var hætt í Þýskalandi 1978 og síðustu eintökin runnu af færiböndum í Mexíkó um í júlí 2003.

Engin bílgerð hefur verið framleidd í nálægt því eins mörgum eintökum,  og í öllum tölum um hana eru "nýju" Bjöllurnar frá 1998 til okkar daga ekki taldar með. Af augljósum ástæðum, ef litið er á helstu átta einkenni alvöru Bjöllu, Type 1.  

Bjallan var þetta:  

1. Vél afturí. 

2. Drifásin var langsum. 

3. Drif á afturhjólum. 

4. Loftkæld. 

5. Boxervél með liggjandi strokka.

6. Eingöngu tvennar dyr. 

7. Léttur bíll, 720 - 820 kíló á ferlinum. 

8. Þannig i laginu að hún minnti skordýrið bjölluna. 

 

Nýja bjallan 1998 var og hefur verið þetta: 

1. EKKI með vél að aftan heldur að framan. 

2. EKKI með drifásina langsum, heldur eru vél og drifrás þversum. 

3. EKKI með drif á afturhjólum, heldur á framhjólum.

4. EKKI loftkæld vél heldur vatnskæld. 

5. EKKi boxervél með liggjandi strokka heldur línuvél með lóðrétta strokka.

6. EKKI eingöngu með tvennar dyr, heldur fernar dyr á seinni gerðinni. 

7. EKKI lengur jafn léttur og gamla bjallan, heldur næstum hálfu tonni þyngri. 

8. Þannig í laginu, að hægt var að sjá svip með bjöllu. 

 

Nýja Bjallan var þannig EKKI með 7 af 8 nefndum atriðum í samanburði við upprunalegu Bjölluna.  

Nýja Bjallan var og hefur verið í raun Volkswagen ´Golf í dulargervi, og með bjöllulaginu urðu flestar stærðir varðandi rými í bílnum lakari en á Golf. 

Nýja Bjallan hlaut því verðugan dauðdaga. Hún var aldrei ekta heldur ósönn, því miður. 

Þegar ferill Porsche 411 er borinn saman við feril Bjöllunar er munurinn himinhrópandi og sýnir, að það hefði verið hægt að halda Bjöllunni lifandi ef trúfesti Porsche hefði verið höfð í hávegum. 

Á Porsche 411 eru fjögur af átta atriðum óbreytt og það eru allt aðalatriði og nógu mikilvæg til þess að Porsche 411 lifir á sama tíma og svokölluð Volkswagen Bjalla deyr. 

Eini bíllinn á markaðnum, þar sem reynt er að viðhalda sérstöðunni, sem Bjallan gamla hafði alltaf, er Renault Twingo / Smart Forfour:  

Vél afturí, drif á afturhjólum, liggjandi strokkar. 


mbl.is Hætta framleiðslu á Bjöllunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Mér sýnist orðið drifás er eitthvað vera að rugla þig.
Tæplega ertu að tala um drifskaft og líklega ekki heldur öxla.
Ertu að talla um stefnu sveifaráss?
Ég nefni þetta því það stingur í augu.

Kveðja

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 16.9.2018 kl. 09:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skemmtilega athugull ertu Ómar og fjölfróður

Halldór Jónsson, 16.9.2018 kl. 09:50

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Áttu ekki við Porsche 911.

Er Ladan ekki framleidd ennþá óbreytt í austurvegi og ýmsar aðrar tegundir

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.9.2018 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband