Spurning með heyrnartólin hjá hjólreiðafólki og gangandi fólki.

Eitt vanmetnasta tækið á venjulegu reiðhóli er bjallan. Hún hefur verið mikilvæg alla tíð vegna þess öryggishlutverks, sem henni er ætlað að gegna. 

En tvennt ógnar gildi hennar. 

Annars vegar það, að sumir líta á það sem tákn um frekju og yfirgang þegar bjöllunni er hringt. 

Þetta er alger misskilningur. Bjölluhringing er tákn um aðgæslu og þar af leiðandi tillitssemi. 

En misskilinguNáttfari í Elliðaárdalrinn virðist vera tvöfaldur, því að áberandi er hve margt hjólreiðafólk notar bjölluna alls ekki, og annað hvort vanmetur gildi hennar eða nennir ekki að nota hana. 

Enn ein ástæðan gæti verið að hjólreiðafólk vilji ekki vera uppáþrengjandi með því að hringja bjöllunni. 

Og jafnvel að gera enga athugasemd við það þegar gangandi fólk gendur eftir hjólareininni á skiptum stígum, þar sem lína afmarkar gangrein og hjólarein, en misbrestur er á því að vegfarendur virði slíka skiptingu. 

En síðan eru fyrirbæri, sem þekktust ekki fyrr á árum, en eru orðin ansi algengt nú á tímum. 

Þau eru heyrnarhlífar sem hlustunartól og snjallsímar. Hvort tveggja notað í ótrúlega miklum mæli hjá bæði gangandi fólki og hjólreiðafólki. 

Afleiðingarnar eru stórvaxandi öryggisleysi í þessari umferð. 

Með því að vera nánast út úr heiminum á ferð á hjóla- og göngustígum er viðkomandi búinn upp á sitt eindæmi að eyðileggja gildi bjöllunnar og nauðsynlegt öryggi í þessari umferð

 


mbl.is Banna símanotkun á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband