Ætti að byrja að safna fyrir öðrum göngum?

Við tímamót varðandi Hvalfjarðargöng er hægt að velta upp mörgum spurningum varðandi framhaldið. 

Því hefur verið velt upp að umferðin um göngin sé þegar orðin svo mikil, að það kalli á önnur göng við hliðina innan fárra ára. 

Ef þau göng verða lögð þannig að leiðin til Akraness lengist en leiðin vestur, norður og austur styttist, auk þess sem öryggið verði mun meira í nýjum göngum og þar samanlagt með göngunum tvennum, vaknar spurningin um fjármögnun á slíkri þjóðþrifaframkvæmd.

En ný göng verða varla fjármögnuð nema með veggjöldum í gegnum þau. 

Skoða má með því að rannsaka væntanlega þróun næstu 20 árin, hvort það myndi borga sig að leggja ekki niður gjaldheimtu við núverandi göng, heldur annað hvort halda henni áfram eða að taka hana fljótlega upp aftur. 

Sem sagt: Að skoða heildardæmið allt til 2040. 

Ef niðurstaðan verður sú, að ný göng hljóti að verða að koma og þar af leiðandi jákvætt fyrir útkomuna að hætta ekki gjaldtöku, vaknar hins vegar spurningin um það hvort hægt yrði að treysta því að ríkisvaldið freistist ekki til að taka af þeim peningum og nota til einhvers annars. 

Því miður eru alltof mörg dæmi um það að ríkið hafi svikist um að láta eyrnamerkt fé fara þá leið sem ætlunin var. 

Þegar öll þau dæmi eru dregin fram í dagsljósið er ekki að undra að fólk beri takmarkað traust til stjórnmálamanna. 

En kjósi þá sömu samt áfram. 

Sem aftur leiðir hugann að pælingum Guðmundar Steingrímssonar í blaðagrein í gær þess efnis að í raun hljóti kjósendur undir niðri vera að fá útrás fyrir vantraust á þeim sjálfum. 


mbl.is Fagna því að fá göngin í ríkiseigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju verða "...ný göng verða varla fjármögnuð nema með veggjöldum í gegnum þau."?

 

Keflavíkurvegurinn er fjármagnaður án veggjalda! Og enginn talar um veggjöld á Suðurlandsveginum.

 

En þegar á að fara vesturum og norður um ÞÁ eru alltaf veggjöld?

El Acróbata (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 22:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það voru veggjöld í byrjun á Keflavíkurveginum ef éf man rétt, þau fyrstu hér á landi. 

Ómar Ragnarsson, 26.9.2018 kl. 23:25

3 identicon

Gjaldtaka er ríkinu aðeins heimil fyrir veitta þjónustu. Annað kallast skattar. Ríkið getur því ekki tekið gjald og ætlað það í eitthvað annað en þá þjónustu sem greiðandinn er að þyggja. Það er ekki löglegt fyrir ríkið að safna fyrir öðrum göngum með gjaldtöku. Það verður aðeins gert með sköttum.

Ríkinu er ekki frjálst að nota gjöld eftir hentugleika. Gjöld fyrir eitt má ekki nota í annað. Sköttum má ríkið hinsvegar ráðstafa eins og því þóknast.

Alþingi ákvarðar skatta með lögum, einnig þá sem það kýs að kalla gjöld en eru í hagtölum taldir með öðrum sköttum en ekki gjöldum. Gjald í Hvalfjarðargöngin sem færi í rekstur þeirra ganga teldist vera gjald og kæmi hvergi fram í álagningu ríkisins á bíla. "Gjald" í Hvalfjarðargöngin sem ríkið mætti setja í eitthvað annað teldist skattur og kæmi sem viðbót við álögur á bíla í hagtölum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 00:49

4 identicon

Ætti að byrja að safna fyrir öðrum göngum? Og hverjir ættu að f´að ávaxta féð,kanski þeir sem geyma VÍS penongana eða þeir sem ávöxtuðu bótasjóð SJÓVÁ,fyrir utan að hina snillinganasem voru á skjánum með vatnsflöskurnar á árunum fyrir hrun

www (IP-tala skráð) 28.9.2018 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband