1.10.2018 | 14:07
Allra bragða neytt.
Nú eru að verða tvö ár síðan Stundin ætlaði að fjalla um mál, sem varðandi almenning og kjörna fulltrúa hans.
Þetta voru greinilega mál, sem viðkomandi málsaðilar töldu mikilvægt að almenningur kæmist ekki á snoðir um.
Og lagatæknar fundu ráð til þess að stöðva birtinguna fyrirfram með því að krefjast lögbanns á hana.
Og lagatæknarnir fundu dómara, sem gerði það sem um var beðið þótt auðséð væri, að rökin fyrir lögbanninu héldu ekki vatni.
Þessi atbeini réttarkerfisins tryggði það að málið myndi velkjast svo lengi í dómskerfinu, að gagnvart fréttaflutningum jafngilti það ritskoðun og broti gegn grundvallaratriðum lýðræðisríkja.
Dæmi um viðleitni valdaafla til að fara sínu fram er það, að Ísland hefur verið viðundur meðal Evrópuþjóða varðandi það að lögfesta Árósasáttmálann, sem snýst um það að í umhverfis- og náttúruverndarmálum eigi samtök og félög almennings svonefnda lögaðild að framkvæmdum, en ekki einungis landeeigendu, stofnanir og fyrirtæki.
Flest Evrópulönd höfðu lögfest samninginn fyrir tuttugu árum, en Íslendingar drógu lappirnar, og tókst meira að koma í veg fyrir það í Gálgahraunsdeilunni að mörg hundruð eða jafnvel þúsunda manna samtök náttúruverndarfólks ættu lögaðild að deilunni.
Í því efni þjónuðu dómstólar valdalöflunum á svipaðan hátt og í máli Stundarinnar.
Vilja stöðva fréttir fyrir fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kemur dómstólum ekkert við og er ekki þeirra sök þó stjórnvöld hafi dregið lappirnar í staðfestingu einhvers samnings. Dómstólarnir eiga að dæma eftir þeim lögum sem eru í gildi en ekki þeim sem einhverjir vildu að væru í gildi.
Geirfinnsmálið er til komið vegna kröfunnar um að dómstólar og fjölmiðlar væru ekkert að velta sér upp úr því hvort vitnisburðir og heimildarmenn væru trúverðugir. Að ekki þyrfti önnur sönnunargögn. Fjölmiðlar eru enn jafn ábyrgðarlausir og telja það ekki sitt verk að sanna ásakanir sem settar eru á prent. Ef dómstólar reyna að hemja þá í ábyrgðarleysinu eru þeir sakaðir um að þjóna valdhöfum eða eitthvað þaðan af verra. Og í dag er staðan sú að ásökunin ein nægir til að skaða fyrirtæki eða rústa lífi fólks. Lúkasarmálið bliknar í ljósi metoo og hættan á öðru Geirfinnsmáli vex með degi hverjum.
Vagn (IP-tala skráð) 1.10.2018 kl. 16:11
Jan Kuciak, blaðamaður í Slóvakíu, var skotinn til bana ásamt kærustu sinni 21. febrúar sl. Þau voru bæði 27 ára gömul. Leigumorðinginn fékk Evrur 70.000 fyrir verkið, en það varð að þagga niður í Kuciak vegna skrifa hans um spillta áhrifamenn í Slóvakíu sem nefndir voru í Panama pappírum. Þeim sömu skjölum og þar sem nöfn margra þekktra Íslendinga komu fram, m.a. Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Júlíusar Vífils. Til allra hamingju eru þær aðferðir sem Slóvakar nota til að þagga niður í fjölmiðlum og blaðamönnum ekki þekktar á Íslandi, enn sem komið er. Hér nægir að senad sýslumönnum og dómurum eina rauðvínsflösku eða tvær og málið er leyst.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.10.2018 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.